Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Síða 135
en þá var hún flutt til New York og stóð þar til árstoka. Á sýningu þessa lánaði
stofnunin tvö fornsagnahandrit. Jónsbók og sögubók, þar sem m.a. er Friðþjófs
saga. en einnig brot úr Egils sögu og blöð með texta Eiríks sögu rauða. Á báðum
þessum sýningum, en einnig á sýningu á Nýfundnalandi og sýningu Þjóðmenn-
ingarhúss, var sýnd endurgerð Flateyjarbókar sem gerð var fyrir stofnunina af
Prentsmiðjunni Odda og Hersteini Brynjólfssyni forverði.
Gjafir gefnar Stofnun Árna Magnússonar
Við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðu 13. febrúar. þar sem forseti íslands var við-
staddur. afhenti Örn Arnar ræðismaður fslands í Minnesota Stofnun Árna Magn-
ússonar að gjöf myndskreytt handrit af Snorra Eddu sem barst til Kanada á 19.
öld og hefur verið þar í einkaeign. Handritið er skrifað á síðari hluta 18. aldar. Við
sama tækifæri opnaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra nýja heimasíðu
Árnastofnunar. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um stofnunina. starf-
semi hennar og rit. en til nýmæla má telja að þar er opnuð teið inn í stafrænt
handrita- og hljóðritasafn.
Föstudaginn 1. desember afhentu hjónin Sigríður Kjaran og Sigurjón Sigurðsson
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi að gjöf þrjú handrit: 1) Sögur Skátholtsbisk-
upa eftir Jón Halldórsson prófast í Hítardal en aftan við biskupasögurnar er ræða
Jóns biskups Vídalíns um lagaréttinn, 2) Stóradóm. um frændsemi- og sifjaspell,
hórdóm og frillulífi frá 1564, og Discursus oppositivus eður skrif á móti Stóra
dómi eftir Guðmund Andrésson. 3) Járnsíðu. lögbók sem hér á landi var í gildi frá
1271 til 1281.
Hlutverk og stjórn
Stofnun Sigurðar Nordals er menntastofnun sem starfar við Háskóta ístands.
Hlutverk hennar er að efta hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á ís-
tenskri menningu að fornu og nýju og tengst íslenskra og erlendra fræðimanna á
því sviði. Stjórn stofnunarinnar skipa Ólafur ísleifsson. framkvæmdastjóri al-
þjóðasviðs Seðlabanka íslands, formaður. Þóra Björk Hjartardóttir dósent og Sig-
urður Pétursson lektor.
Starfslið
Forstöðumaður stofnunarinnar er Úlfar Bragason. Þórunn Sigurðardóttir sinnti
starfi forstöðumanns í teyfi hans þrjá síðustu mánuði ársins. Nína Leósdóttir
starfaði sem deildarstjóri í hálfu starfi atlt árið. Batdur A. Sigurvinsson var ráðinn
frá 15. maí til að vinna við margmiðlunarefni í íslensku. fyrst í fullu starfi og síðan
í hálfu starfi frá októberbyrjun. Guðrún Theodórsdóttir og Kolbrún Friðriksdóttir
voru ráðnar tímabundið til að vinna að margmiðlunarefninu.
Húsnæði
Stofnunin hefur til umráða húseignina Þingholtsstræti 29 sem er timburhús sem
flutt var inn tilhöggvið frá Noregi og reist 1899. Það er alfriðað.
Heimasíða
Slóð heimasíðu stofnunarinnar en www.nordals.hi.is Heimasíðan er uppfærð
reglulega. Á heimasíðunni er að finna almennar upplýsingar um stofnunina á ís-
lensku og ensku. Einnig er þar gerð grein fyrir starfsemi hennar: ráðstefnum.
námskeiðum, bókaútgáfu og styrkjum, sem hún veitir. Jafnframt eru þar
upplýsingar um íslenskukennslu fyrir útlendinga, ráðstefnur á sviði íslenskra
fræða víða um heim. nýjar og væntanlegar bækur og tímarit og þýðingar úr ís-
lensku. Skrá um fræðimenn í íslenskum fræðum er tengd heimasíðunni og
upplýsingabanki um kennslu í ístensku við erlenda háskóta.
Sendikennsla
Stofnunin annast umsjón með sendikennslu í ístensku erlendis fyrir hönd ís-
lenskra stjórnvatda og tekur þátt í norrænu samstarfi um Norðurlandafræðstu er-
lendis. Á vormisseri störfuðu 14 sendikennarar við erlenda háskóta. Var efnt tit
fundar þeirra í Reykjavík dagana 11. og 12. ágúst þar sem rædd voru mátefni ís-
tenskukennslu erlendis. Þá var haldin ráðstefna í Berlín dagana 25.-27. maí fyrir
kennara í Norðurlandamálum í þýskumælandi löndum og stóð stofnunin að und-