Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 158
Brautskráninga-
ræður rektors
Háskóla íslands
Þekking og þjóðfélag
framtíðar
Ræða 5. febrúar 2000
Ég óska ykkur, ágætu kandídatar. fjölskyldum ykkar og aðstandendum einlæglega
til hamingju með prófgráðuna. Þið hafið unnið til hennar og nú er hún í ykkar
hendi mikilvæg ávísun á framtíðina. Hvernig hyggist þið innleysa hana? Hvernig
ætlið þið að nýta menntunina sem þið hafið öðlast, sjálfum ykkur, fjölskytdum
ykkar og þjóðfélaginu til heilla? Vafalítið hafið þið þegar viss áform um næstu
skref í lífinu og sjáið fyrirykkur framtíðina hvert á sinn hátt. Háskóli íslands er
stoltur af ykkur og ber til ykkar traust. Hann veit að þið munuð nýta heiman-
mundinn og leggja ykkar af mörkum hvert sem leiðir ykkar kunna að liggja til að
skapa blómlegt manntíf hér á landi.
Stundargaman eða framtíðarsýn
Á nýbyrjuðu aldamótaári verður framtíðin enn áleitnara umhugsunarefni en hún
er etla. En hvernig eigum við að hugsa um framtíðina? Hvaða spurninga þarf að
spyrja? Og hver er staða okkar sjálfra? Hver er vandinn sem að okkur steðjar í
nútíðinni? Eitt svar við síðustu spurningunni er að finna hjá Þórarni Björnssyni,
fyrrum skótameistara Menntaskótans á Akureyri:
„Áður var vandi íslendinga sá, ,að láta ekki baslið smækka sig', eins og Stephan
kvað. Nú er vandinn hinn. að láta ekki velsældina gera okkur litla. Fyrri raunina
stóðst þjóðin. Það hefur hún sýnt með bjartsýni og framtaki síðustu áratuga. Síð-
ari raunina óttast ég meira. Hættur altsnægtanna eru viðsjálli en hættur vöntun-
arinnar. Þær læðast að okkur. En vöntunin skapar drauminn. og draumurinn er
efniviður altra framtíðardáða. Þarsem draumurinn hverfur, og eltingarleikur við
stundargaman og stundarþægindi kemur í staðinn. er framtíðin í hættu." (Rætur
og vængir I, s. 273-274.)
Þannig mættist Þórarni í skótaslitaræðu vorið 1966 og síðan þá hefur óseðjandi
eltingarteikur okkar ístendinga við stundargaman og stundarþægindi síst minnk-
að. Kannski má segja að boðorð okkar íslendinga á síðustu áratugum atdarinnar
hafi verið þetta: Njótum stundarinnar. við erum óskabörn andartaksins og viljum
sá og uppskera nánast samstundis. Við stíkar aðstæður ríkir framkvæmda- og
neyslugteði. en fyrirhyggjuna skortir. Hvernig getur framtíðarsýn okkar verið við
stíkar aðstæður? Veltum við yfirleitt fyrir okkur þjóðfétagi framtíðarinnar? Eigum
við einhvern draum komandi kynslóðum til handa? Hver gæti hann verið?
Leiðum fyrst hugann að þeim spurningum sem framtíðin beinir til okkar. Sú
fyrsta er þessi: Framtíð hvers eða hverra erum við að hugsa um? Hin næsta en
Hvaða öfl ráða öðru fremur mótun framtíðarinnar? Þriðja spurningin er svo:
Hverjir eru möguleikar okkar á að hafa áhrif á gang mála í heiminum?
Hver þessara þriggja spurninga um sig spannar feikivítt svið og er það einmitt
markmiðið með þeim. Til að átta okkur á framtíðinni þurfum við að temja okkur
að reyna að sjá heildarsamhengi hlutanna. Sé það ekki gert er hætt við að sundr-
ung og sundurlyndi setji mark sitt á hugsun okkar og athafnir og þá yrði líka ötl
samstaða úrsögunni.
154