Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Side 164
blásið þeim í brjóst. Háskóli íslands er sjálfur helgaður þeim óseðjandi anda sem
hefur gagntekið þjóðfélagið allt. þránni eftir æ meiri þekkingu, nýjum hugmynd-
um og kenningum, skapandi hugviti sem leggur sífellt til nýrrar atlögu við veru-
leikann. Stærsta verkefnið. sem reynir mest á hugvit okkar og hugdirfsku, er í því
fólgið að takast á við okkur sjálf, þau bönd sem við bindum við heiminn og þá
andlegu fjötra sem við sjálf hnýtum í æðibunugangi eftir veraldlegri fullnægingu
eða fullkomnun.
Börnin höfðu sannarlega rétt fyrir sér. Fullkomleikinn er ekki á mannlegu valdi.
Þaðan af síður fullnæging allra okkar langana og hvata. Þess vegna skiptir svo
miklu. kandídatar góðir, að við kunnum að staldra við, yfirvega andartakið sem
okkur er gefið til að taka þátt í tilverunni og læra að takast á við sjálf okkur, þann
náttúrulega og andlega lífskraft sem í okkur býr. Og um leið ber okkur að þakka
fyrir að fá að vera þátttakendur í þessu stórkostlega ævintýri sem tilveran er. lífið
með öllum sínum undrum sem við mótum líka sjálf með hugsunum okkar og
ákvörðunum.
Háskóli íslands þakkar ykkur. ágætu kandídatar. fyrir ykkar þátt í því að gera
hann að góðum skóla þar sem fólk reynir sífellt að gera betur og nema ný lönd í
heimi andans.
Sýnd og reynd
Ræða 21. október 2000
Ég óska ykkur, ágætu kandídatar. fjölskyldum ykkar og aðstandendum til ham-
ingju með prófgráðuna. Hún er staðfesting þess að þið hafið náð mikilvægum
áfanga á lífsbraut ykkar og nú blasir næsti áfangi við ykkur. Hver skyldi hann
vera? Mörg ykkar hafa vafalaust tekið ákvörðun um næstu skref í lífinu, önnur
ykkar eru enn að skoða þá kosti sem bjóðast. Og öll eruð þið að velta heiminum
fyrirykkur. Það eru vissulega ærin tilefni til þess. Heimurinn hefuraldrei virst
eins undarlegur og einmitt nú. Og aldrei hefur hann breyst eins ört og einmitt nú.
En hvað er undartegt og hvað er að breytast? Erum við sjálf - manneskjurnar -
að verða öðruvísi í hugsun og hegðun? Eða eru breytingarnar og undarlegheitin
öll á ytra borði. í hinu efnislega og veraldlega umhverfi?
Frá því mannfólkið tók að orða hugsanir sínar hafa spurningar af þessum toga
leitað á það. Veröldin hefur ávallt verið undarleg og breytingum undirorpin. Og við
veitum þessu ævinlega eftirtekt hér og nú - við þær tilteknu aðstæður sem við lif-
um á hverjum tíma.
í þessu sambandi vil ég benda ykkur á einn greinarmun sem leikið hefur lykil-
hlutverk í sögu mannsandans. Þetta er greinarmunur sýndar og reyndar. Frum-
herjar vísinda á dögum Forn-Grikkja lögðu þennan greinarmun til grundvallar
fræðastarfi sínu og vísindamenn á okkar dögum gera slíkt hið sama: Markmið
vísinda er að komast að því hvernig hlutirnir eru í raun og veru. óháð því hvernig
þeir sýnast vera. Þetta er fjarri því að vera einfalt mál. Sannleikurinn er sá að við
lifum og hrærumst í heimi þar sem allt kann að sýnast okkur öðru vísi en það er.
fyrirbæri náttúru og menningar og líka við sjálf. Stundum reynum við líka að
sýnast meiri eða betri en við erum. Raunar efast ég um að nokkurt okkar sé al-
veg laust við sýndarmennsku. Hvenær komum við fram alveg eins og við erum?
Vitum við sjálf hvernig við erum í raun? Veit það nokkur? Og ef ekki, er þá nokkur
ástæða til að velta þessu fyrirsér? Og skiptir þá greinarmunurinn á sýnd og
reynd nokkru máli?
Ef fólk hugsar þannig þá blasir við að sýndin hefur forgang í vitund þess fram yfir
reyndina. Vera má að svo hafi ávallt verið. Að minnsta kosti voru forn-grískir
fræðimenn með Platon í fylkingarbroddi ósparir á að gagnrýna samborgara sína
fyrir að vera hugfangna af því hvernig hlutirnir sýnast vera í stað þess að reyna að
komast að því hvernig þeir eru í raun. í nútíma okkar er margt sem bendir til
þess að sýndin hafi sterkari tök á hugum fólks en nokkru sinni fyrr. Hún hefur
fengið til liðs við sig öflug fyrirtæki sem sérhæfa sig í auglýsingum, áróðri og
ímyndarsköpun. Hún nýtur þess að fundin hefur verið upp ný tækni til að búa
hana til og miðla henni til fólks: sú tækni er raunar í mjög örri þróun á okkar tím-
um og veitir æ víðtækari aðgang að svonefndum ..sýndarveruleika'' sem borinn er
uppi af tölvunetum sem teygja sig yfir alla heimsbyggðina. Við heimilistölvu okkar
160