Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Qupperneq 164

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Qupperneq 164
blásið þeim í brjóst. Háskóli íslands er sjálfur helgaður þeim óseðjandi anda sem hefur gagntekið þjóðfélagið allt. þránni eftir æ meiri þekkingu, nýjum hugmynd- um og kenningum, skapandi hugviti sem leggur sífellt til nýrrar atlögu við veru- leikann. Stærsta verkefnið. sem reynir mest á hugvit okkar og hugdirfsku, er í því fólgið að takast á við okkur sjálf, þau bönd sem við bindum við heiminn og þá andlegu fjötra sem við sjálf hnýtum í æðibunugangi eftir veraldlegri fullnægingu eða fullkomnun. Börnin höfðu sannarlega rétt fyrir sér. Fullkomleikinn er ekki á mannlegu valdi. Þaðan af síður fullnæging allra okkar langana og hvata. Þess vegna skiptir svo miklu. kandídatar góðir, að við kunnum að staldra við, yfirvega andartakið sem okkur er gefið til að taka þátt í tilverunni og læra að takast á við sjálf okkur, þann náttúrulega og andlega lífskraft sem í okkur býr. Og um leið ber okkur að þakka fyrir að fá að vera þátttakendur í þessu stórkostlega ævintýri sem tilveran er. lífið með öllum sínum undrum sem við mótum líka sjálf með hugsunum okkar og ákvörðunum. Háskóli íslands þakkar ykkur. ágætu kandídatar. fyrir ykkar þátt í því að gera hann að góðum skóla þar sem fólk reynir sífellt að gera betur og nema ný lönd í heimi andans. Sýnd og reynd Ræða 21. október 2000 Ég óska ykkur, ágætu kandídatar. fjölskyldum ykkar og aðstandendum til ham- ingju með prófgráðuna. Hún er staðfesting þess að þið hafið náð mikilvægum áfanga á lífsbraut ykkar og nú blasir næsti áfangi við ykkur. Hver skyldi hann vera? Mörg ykkar hafa vafalaust tekið ákvörðun um næstu skref í lífinu, önnur ykkar eru enn að skoða þá kosti sem bjóðast. Og öll eruð þið að velta heiminum fyrirykkur. Það eru vissulega ærin tilefni til þess. Heimurinn hefuraldrei virst eins undarlegur og einmitt nú. Og aldrei hefur hann breyst eins ört og einmitt nú. En hvað er undartegt og hvað er að breytast? Erum við sjálf - manneskjurnar - að verða öðruvísi í hugsun og hegðun? Eða eru breytingarnar og undarlegheitin öll á ytra borði. í hinu efnislega og veraldlega umhverfi? Frá því mannfólkið tók að orða hugsanir sínar hafa spurningar af þessum toga leitað á það. Veröldin hefur ávallt verið undarleg og breytingum undirorpin. Og við veitum þessu ævinlega eftirtekt hér og nú - við þær tilteknu aðstæður sem við lif- um á hverjum tíma. í þessu sambandi vil ég benda ykkur á einn greinarmun sem leikið hefur lykil- hlutverk í sögu mannsandans. Þetta er greinarmunur sýndar og reyndar. Frum- herjar vísinda á dögum Forn-Grikkja lögðu þennan greinarmun til grundvallar fræðastarfi sínu og vísindamenn á okkar dögum gera slíkt hið sama: Markmið vísinda er að komast að því hvernig hlutirnir eru í raun og veru. óháð því hvernig þeir sýnast vera. Þetta er fjarri því að vera einfalt mál. Sannleikurinn er sá að við lifum og hrærumst í heimi þar sem allt kann að sýnast okkur öðru vísi en það er. fyrirbæri náttúru og menningar og líka við sjálf. Stundum reynum við líka að sýnast meiri eða betri en við erum. Raunar efast ég um að nokkurt okkar sé al- veg laust við sýndarmennsku. Hvenær komum við fram alveg eins og við erum? Vitum við sjálf hvernig við erum í raun? Veit það nokkur? Og ef ekki, er þá nokkur ástæða til að velta þessu fyrirsér? Og skiptir þá greinarmunurinn á sýnd og reynd nokkru máli? Ef fólk hugsar þannig þá blasir við að sýndin hefur forgang í vitund þess fram yfir reyndina. Vera má að svo hafi ávallt verið. Að minnsta kosti voru forn-grískir fræðimenn með Platon í fylkingarbroddi ósparir á að gagnrýna samborgara sína fyrir að vera hugfangna af því hvernig hlutirnir sýnast vera í stað þess að reyna að komast að því hvernig þeir eru í raun. í nútíma okkar er margt sem bendir til þess að sýndin hafi sterkari tök á hugum fólks en nokkru sinni fyrr. Hún hefur fengið til liðs við sig öflug fyrirtæki sem sérhæfa sig í auglýsingum, áróðri og ímyndarsköpun. Hún nýtur þess að fundin hefur verið upp ný tækni til að búa hana til og miðla henni til fólks: sú tækni er raunar í mjög örri þróun á okkar tím- um og veitir æ víðtækari aðgang að svonefndum ..sýndarveruleika'' sem borinn er uppi af tölvunetum sem teygja sig yfir alla heimsbyggðina. Við heimilistölvu okkar 160
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.