Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 13
9
tilraunirnar höfðu því eigi mikil áhrif á atvinnubrögð
landsmanna fyrst um sinn, en það sem gagnlcgt reynd-
ist, ruddi sjer þó nokkuð til ríuns um síðir. Tilraun-
irnar urðu að meira gagni síðar en á þeim tímum, er
þær voru gerðar, enda mun íicstum umbótatilraunum
vera svo farið. Framfaraviðleitnin á 18. öld bætti því
eigi mikið hag landsins á þeim tímum. Verzlunarein-
okunin var enn í fullum veg, og drap niður allri vel-
megun landsins. Þá gengu hjer og afarmikil harðindi
litlu eptir miðja öldina: síðan kom fjárkláðinn, og svo
kom Skaptárgosið, og öll þau undur og ósköp, er þvi
fylgdu. Það var því eigi undarlegt þótt hagur lands-
manna kæmist í mikla niðurlægingu.
Nálega allir helztu menn landsins á 18. öld treystu #
því, að landið ætti viðreisnarvon, og landsfólkinu mætti
líða vel ef það lærði að nota gæði landsins á rjettan
hátt. Trú þeirra var svo einlæg og sterk í þessum efn-
um, að þcir lögðu sjálfir mikið í sölurnar til ýmislegra
tilrauna og framkvæmda, er vera áttu til þess að beina
atvinnu landsmanna í rjett horf, og bæta hana á allar
lundir1.
Birni Halldórssyni fanst mikið um hinar nýju um-
bótakenningar, er voru að berast hingað og breiðast út
um það leyti, sem hann reisti bú í Sauðlauksdal; gekk
hann þegar í flokk umbótamannanna, og kvað þar svo
mikið að honum, að hiklaust má telja hann með hinum
fremstu þeirra.
Vjer höfum allrækiloga frásögn um framkvæmdir
sjera Bjarnar fyrstu búskaparár hans. 1761 ritar hann
langt brjef á dönsku til Magnúsar Ólafssonar mágs síns,
*) Þá væri vel, ef segja mætti saina um helztu menn landsins
nú ft tímum, því að eigi er síður þörf á rækilegum umbótum at-
vinnuveganna nú eu var á 18. öld.