Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 163
159
deild í hinu fyrirhugaða framfarafjelagi Eyfirðinga, sem
aldrei varð nema fyrirhugunin einber. Minni jarðabæt-
ur voru unnar þetta ár (að eins 201,5 dagsverk) en ár-
ið áður, þrátt fyrir hinn mikla styrk, sem fjelaginu hlotn-
aðist það ár, svo fjeð kom enn eigi að tilætluðum not-
um, einmitt fyrir þá sök, að styrknum var skipt milli
fjelagsmanna. Engu að síður var hinni sömu reglu fylgt
næsta ár, 1889, að styrknum var skipt milli fjelagsmanna,
en þó ekki eptir jarðardýrloika, sem líka virðist harla
óheppilegur mælikvarði, heldur eptir dagsverkatölu, og
það þótt tillaga kæmi um að verja styrknum til verk-
færakaupa. Margir vildu meir að segja bæta við land-
sjóðsstyrkinn af fjelagssjóði til uppskiptingar, en því var
hrundið. Fjelögum fjölgaði allmikið þetta ár; eptir að-
alfund voru þeir 26 að tölu, en framkvæmdir fjelagsins
jukust ekki að því skapi; voru að eins unnin 248'/2
dagsverk í fjelaginu það ár. Nýjum ákvæðum var bætt
í lögin um að matjurtagarðar skuli taldir með jarðabót-
um fjelagsins, og að árl. skuli kjósa mann til þess að
skoða og mæla jarðabætur, þær sem gerðar eru, ásamt
manni úr fjelagsstjórninni, er svo gcfi nákvæma skýrslu
um jarðabæturnar. — Pað mætti virðast kynlegt hve
áhugi fjelagsmanna hefir lítið glæðst þessi 10 ár, sem
fjelagið hefir staðið. En þess ber að gæta, að hvert
neyðarárið dundi yfir af öðru á þessu tímabili, og voru
fremur löguð til^þess að drepa en glæða framkvæmd-
arsaman áhuga á jarða- og búbótum; hefði fjelagið ekki
notið styrks, er efasamt hvort liinum betri mönnum þess
hefði tekizt að halda því saman.
Með árinu 1890 hefst nýtt tímabil í sögufjel. Framkv.
þess jukust stórum þetta ár, og hafa síðan heldur farið vax-
andi; voru þá alls unnin 5 59 '/2 dagsverk. Betra árferði en
undanfarið átti auðvitað mikinn þátt í hinum auknu