Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 76
72
og, að hann er aldrei nefndur Austinaður cða norrænn.
Auknefnið „tottr“ var þá tíðkað nokkuð á íslandi, og
má hjer nofna Ólaf tott afa Hauks lögmanns Erlends-
sonar; hann var í Örlygsstaðabardaga 1238, og að Skál-
holti 1242.
Þess er og sjaldan getið að íslendingar ættu skip.
Skúli jarl gaf Snorra Sturlusyni skip og kom hann út
á því 1220. E>ó virðist svo sein Snorri tæki sjer far
1237, er hann fór aptur utan, hvort sem hann þá hefir
átt skip eða eigi. En er Snorri kom út 2 árum síðar,
fjekk hann skip í Noregi hjá vini sínum einum, er
hann átti þar. Þorleifur Þórðarson úr Görðum fór þá
út með Snorra, og átti hann hlut í skipinu; liafa þeir
Snorri ef til vill keypt það í fjelagi.
En þótt heimildarritin skýri eigi frá íslenzkuiíi
kaupinönnum eða farmönnum á Sturlungaöldinni, hafa
þó eflaust einhverjir íslendingar enn verið í kaupferð-
um. Má ráða það af optirfarandi tíma, og eins er eitt
dæmi kunnugt, er sýnir að svo liafi verið, en það cr
að 1224 var íslenzkt skip í Yarmouth á Englandi.
Þetta og ýmislegt fleira bendir á að nokkur sigling hafi
verið milli Englands og íslands; helgi Þorláks biskups
Þórhallssonar var t. a. m. kunn á Englandi, og var
hann þar dýrkaður af einstaka manni.
Ekki var þó cnn komin sú breyting á, að íslend-
ingar væru farnir að fara sjaidnar utan en áður hafði
tíðkast. Það iná segja um þá, að þeir væru altaf á
ferðinni á meðan þjóðveldið stóð. Þeir fóru þá víða
um lönd að loita sjer frama og mcntunar, bæði and-
legrar og líkamlegrar. En einkennilcgt má það heita,
hve heimildarritin skýra nú sjaldan frá, hvernig Is-
lendingar fóru utan eða hvcrnig þeir komu hcim aptur.
Þótt um mestu höfðingja landsins sje að ræða, er opt