Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 187
183
við það sæma, að landsmenn sjái það eyðileggjast meir
og meir, er þeir eiga við að fæðast og þeirra afkvæmi,
en hafizt olcki að. Miklar hættur og eyðileggingar vofa
yfir landinu enn sem fyrrum ef engra ráða er í leitað.
í þeim sveitum, er orðið hafa fyrir þyngstum bisifjum
af sandfokinu, hefir vaknað nokkur áhugi á síðustu ár-
um til að koma í veg fyrir eyðileggingarnar. Að vísu
er þessi áhugi veikur hjá flcstum, en því meiri nauð-
syn ber til að styðja hann og glæða, og því framar eiga
þeir þakkir skildar og virðingu af öllum góðum mönn-
um, er leita við að fá sveitunga sina til að hefjast
handa með sjer, og verjast oyðileggingunni. 1 Land-
sveit í K.angárvallasýslu hafa verið gerðar nokkrar til-
raunir til að varnar sandfokinu; hefir Eyjólfur Guðmunds-
son í Hvammi mest gengið fyrir því. Þessar tilraunir
eru enn litlar og mjög ófullkomnar, sem vonlegt er, en
hitt er eigi örvænt, að þær verði byrjun til meiri og
fullkomnari viðleitni til að verjast sandfokinu. E>að er
að vísu bert, að geysimiklir erfiðleikar eru á því að
koma í veg fyrir eyðiieggingar af sandfoki, en hitt
er þó þyngst, að eigi eru það náttúrukraptarnir
einir, sem andvígir eru slikri viðleitni. Blindnin og
vesalmcnskan er enn svo rík, að margir telja það
heimsku og ráðlausa draumóra, að hyggja á nokkrar
varnir gegn eyðileggingu landsins, og svo hæðast þeir
að viðleitni þeirra manna, er sýna af sjer einhvern
manndóm, og vilja reyna að verja land sitt auðn og
eyðileggingu, og spiila því svo sem þcir mega við kom-
ast, að nokkrir verði til að ganga í lið með þeim eða
styðja þá á nokkurn hátt. Mörg er landsins mein,
en þó er ckkert þyngra en blindnin og hcimskan, er
leiðir svo marga til að tolja sjer skylt að eyðileggja
hverja viðleitni til að lækna meinsemdirnar. Mjer kem-