Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 20
16
síðan til að stiptbefalingsmaðurinn komi því til leiðar
við konung, að sjera Björn fái einhver heiðurslaun fyr-
ir framkvæmdir sínar. „Eg gleðst enn“, segir hann,
„hvert sinn sem eg hugsa til þess tíma, er eg dvaldi
á Islandi, og gat komið þar nokkru góðu til leiðar,
guði’ sje lof1. Það mundi og verða mjer mikið gleðiefni,
cf Islendingar yrðu með siíkum hvötum (sem verðlaun-
um) leiddir til að efla tímanlega vclferð sína og hag-
sæld“2. Þá er séra Björn fjekk verðlaunapeninginn,
urðu ýmsir til að senda honum heillaóskir í ljóðum, eptir
því sem sjera Björn Þorgrímsson segir. Kváðu sumir
til hans á latínu en aðrir á íslenzku, en ekkcrt hefi eg
sjeð af þeim kviðlingum. 1770 var sjera Björn kosinn
brjetfjclagi landbúnaðarfjelagsins danska.
Um þessar mundir var nýbyrjað að rækta kartöplur
í Danmörk; höfðu bændurnir þýzku, er fengnir voru til
Jótlands, fyrstir orðið til að rækta þær þar í landi.
Það telja margir nálega hið eina gagn, er þeir hafi
unnið í Danmörku, að þeir kendu landsmönnum að rækta
kartöplur. Sjera Björn hafði spurnir af þessari nytsömu
plöntu, og að ræktun honnar var sem óðast að breiðast
út og aukast í nágrannalöndunum. Hann fýsti þegar
að reyna hvort þessi planta mætti þrífast hjer á landi;
þóttist hann skilja að hún mundi verða landsmönnum
til mikillar nytsemdar, ef hún inætti vaxa hjer. Hann
fjekk því eina skeppu af kartöplum frá Kaupmannahöfn
1759. En eigi fjekk hann kartöplurnar fyr en 6. ágústm.
því að skipið hafði haft langa útivist, er þær komu með.
Þær liöfðu spírað svo mjög á leiðinni, að alt var komið
í eina flækju. Bæði af þessu, og svo vegna þess hve
*) Lúðv. Harboe var hjer á landi frá 1741 til 1745. Hann
reyndist íslandi hinn mesti nytsemdarmaður.
a) Stiptskjalasafn A. 75 dd.