Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 170
166
lögum, að sýslunefndir eða amtsráð megi árl. jafna nið-
ur á búendur í hverri sýslu ákveðinni gjaldupphæð, er
nemi að minsta kosti 15—20 þús. kr. yfir land alt, eptir
tölu ábúðarhundraða þeirra, og renni gjald þetta í sjer-
staka búnaðarsjóði, er stofnaðir yrðu fyrir hverja sýslu,
og um lcið og búnaðarfjelagastyrkurinn er strikaður úr
fjárlögunum skal ákveðið, að þessum búnaðarsjóðum skuli
varið til eflingar búnaði eptir tillögum og undir umsjón
sýslunefnda og amtsráða. — Kúgildi ætti að telja til
skatts með öðru lausafé. — Þetta virðist vera ofur ein-
falt og miklu umsvifa-minna heldur en að vera að fiytja
fjeð fram og aptur frá sýslunni í landsjóð og frá land-
sjóði aptur út í sýslurnar, og það með talsverðum kostn-
aði og fyrirhöfn. Aðalástæðan fyrir afnámi ábúðar-
skattsins er sú, að ósamkvæmni sé svo mikil i jarða-
matinu, að skatturinn komi mjög misjafnt niður á mönn-
um; hefir verið bent á að búendur í Múlasýslum greiði
t. d. miklu minna í landsjóð en bændur í Eyjafirði. En
með því að jarðirnar munu vera nokkuð líkt metnar í
sömu sýslum, virðist ekkert því til fyrirstööu að miða
gjald, sem á að renna í sjerstakan sjóð fyrir hverja
sýslu, við jarðardýrleika. f þeim sýslum, þar sem jarð-
ir eru hátt metnar, yrði gjaldið auðvitað hátt, cn þá
fengju sýslubúar aptur meira styrk, og þó svo væri, að
ósamkvæmni væri i jarðamati í sömu sýslu, þá gerir það
ekki stórt til, því auðveldlega gæti svo farið, að þeir
sem mest gildu fcngju mestan styrk af búnaðarsjóði, svo
alt jafnaði sig.
Nú kunna einhverjir að spyrja: Hvað á að þýða að
vera að heimta gjald af bændum, sem svo er fengið
þcim aptur? Því er fljótsvarað. Með þessu móti sjer
hið opinbera við því að þessu fé er ekki variö til ann-
ars en jarðabóta, og getur með því að safna því saman