Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 138
134
ar, þegar æfingin er fengin. Torfi í Ólafsdal smíðar
og selur ágæta ristuspaða á 3 kr.
8. Fyrirskurðarhnifur er hafður til þess að skera
fyrir með þegar rist er ofan af. Til þess má einnig
nota sláttuljá. Guðm. Hjaltason brúkar hvorki hnífinn
eða ljáinn, heldur ristir fyrir með ristuspaðanum (sjá
„Norðanf.“ 22. ár, 1883), og má það vel takast, en til
þess það gangi vel, þarf töluverða æfingu. Torfi í Ólafs-
dal selur fyrirskurðarhníf á 1,50 kr.
9. Járnhill er alveg nauðsynlegt áhald, en víða er
hann þó ekki til nema þá rjett að nafninu. Þeir þurfa
að vera um 3 álnir á lengd; járnkallar sem ekki eru
yfir 2 álnir koma eigi að hálfum inotum ; vogarkrapt-
urinn verður svo lítill, og lyptir því illa. í verksmiðj-
um ytra kostar pundið í þeim 27—30 aura eða hjer um
bil 2,75—3 kr. járnkallinn.
10. Halá (mölbrjótur) er fremur óalgengur, en eigi
að síður nanðsynlegt og gott áhald. Hakann má nota
til þess að höggva upp klaka; hann er einnig ómissandi
við framræslu, ef fara þarf gegnum málarkend jarðlög
og efni. Ætti helzt hver bóndi að eiga haka, því opt
er hans brýn þörf við ýms verk. Þeir kosta um 3 kr.
fyrir utan skapt; en það mun mega fá fyrir 50 aura.
11. Sleggja (grjótsleggja) er einkum notuð við grjót-
klofningu, og til þess að slá horn og ójöfnur af stein-
um. Hún getur einnig þess utan komið opt að góðum
notum, t. d. ef reka þarf niður staura (girðingastólpa),
og s. frv. Hjá járnsmiðum í Reykjavík fæst pundið í
þeim fyrir 50 aura. 15 punda sleggja verður því 7,50
kr. í Noregi fást þær fyrir c. 6—7 kr.
12. „Setthamar“ er notaður við grjótvinnu (steinsmiði).
Með honum og grjótsleggjunni eru steinar liöggnir til
og lagaðir, teknir vankantar af þcim, o. s. frv. 1 Nor-