Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 68
64
frá verzlun landsins og hverjir ráku hana, en er slíkt
snerti þá menn, er sögurnar segja frá, þá er þess getið
æði opt. Ef einhver maður, sem sögurnar skýra frá,
tók Austmann í veturvist, eða fengi hann með sjer til
farar, stefnufarar eða til víga o. s. frv., þá er slíks opt
getið, því að það kemur sögunni við. Sama er að segja,
ef oinhver söguhetjan eða merkismaður úr sögunum tók
sjer far til útlanda með einhverjum Austmanni eða kaup-
manni, að þá er þess allopt getið. Eleira þvílíkt má
til tína, en það er nóg að minna hjer á það, að nálega
í hvcrri sögu er Norðmanna getið á íslandi, og voru
þeir þar venjulega í kaupferðum.
í sögunum er opt eigi skýrt frá því, hverjir áttu
kaupskip þau, sem þar eru nefnd. Stundum er sagt,
að það „áttu norrænir inenn“ eða „Austmenn", en all-
opt er stýrimanns eða stýrimannanna getið, og að þeir
liaii átt skipið, og svo má ætla um stýrimenn á útlend-
um skipum optast nær, að þeir hafi átt skipið og mik-
ið af vörunum; en ættu þeir skipið með öðrum, eða færu
þeir með það fyrir aðra, þá munu þeir þó optast nær
hafa átt inestan hluta af vörunum. í annan stað var
það siður, að hver skipverji hefði eitthvað af vörum með
sjer, ef þeir voru eigi bláfátækir; farareyrir þeirra var
í vöru.
Þess mun optast getið, að einungis einn stýrimað-
ur væri á hverju skipi, en hins getur líka opt, að þeir
væru tveir og stundum voru þeir íieiri. Stunduin lögðu
2 menn eða fleiri lag sitt saman eða gerðu fjelag með
sjer; stýrðu þeir þá venjulega í sameiningu skipi sínu.
Fjelag gerðu eigi að eins Norðmenn og íslendingar
hvorir fyrir sig, heldur lögðu Austmenn og íslendingar
stundum lag sitt saman, og enn mætti telja aðra út-
lendinga, er íslendingar gerðu þá fjelag við, en eink-