Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 175
171
góð hlunnindi, þar eð þeim var venjulega goldinn annar
bógurinn af gripnum í slátrunarkaupið. Man eg það,
að faðir minn galt marga bóga í slátrunarkaup, þangað
til eg fór að svæfa; en það lærði eg af góðum svæíinga-
manni, án þess hann vissi af, eða ætlaðist til þess. Að
svæfa bross, heyrði eg varla nefnt, og hafa víst mjög
fáir kunnað það. En þar á móti heyrði eg getið um
sóðalega drápsaðferð á hrossum fyrrum; var það kallað
að rista ofan úr hálsinum á þeim. Eg spurði einusinni
gamlan mann hvernig að því hefði verið farið. Hann
sagðist hafa heyrt, að þessir drápsberserkir hefðu rekið
oddmjóan ljá gegnum hálsinn á hcstinum neðan við svíra-
beinið, og rist svo niður úr. Stundum hefði sá, sem
hjelt í hestinn, mist af honum þegar hann fjekk lagið,
og hefði hann þá lilaupið með blóðfossinn þangaö til
hann datt niður dauður. Sjálfur sagðist maðurinn aldrei
hafa sjeð þetta, en svona hefði sjer verið frá sagt. Eg
heíi því enga vissu fyrir, að þessi viðbjóðslegi hroða-
skapur haíi náð fram á þessa öld, þó það hafl vel getað
átt sjer stað einhversstaðar á landinu. En hvað sem
því líöur, þá breyttist slátrun hrossa mikið til batnaöar
eptir 1830, því þá fóru menn að láta skjóta þau, þar
sem ckki voru til svæfingamenn.
En þó bissuskotið drepi lljótt eins og allir vita,
og sje þvi engan veginn lastanda, þá álít eg að svæfing-
in geri það líka og sje öllu handhægri, auk þess sem
bissur eru ekki til á mörgum bæjum, en svæfingarjárn
getur hver bóndi átt. Svæfing lirossa og nautgripa er
lieldur ekki mikill vandi. Eg hefi að sönnu sjeð suma
látast vera að mæla út svæfingarstaöinn, en það cr öld-
ungis óþarft; þar þarf enga útmælingu til, því aptur-
röðin á eyrunum sýnir hvar svæfingarholan er, svo ckki
þarf annað en láta múlinn á nautgripnum liggja fast