Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 139
135
egi er pundið í þeim selt á 38 aura eða 2,50—3 kr.
hver hamar. Hjá járnsmiðum í Reykjavík fæst pundið
á 50 au. eða 3—4 kr. hver hamar.
13. Stálbor er notaður til þess að bora með steina,
sem svo eru stórir, að þá verður að sprengja.
Borarnir verða að vera mislangir eptir því hvað djúpt
þarf að bora. Optast nægir að þeir sje 2—3 fet á
lengd. Pundið í þeim kostar 25—30 aura.
14. ,.Feisilhamaru er notaður til þess að slá á stál-
borinn þegar borað er; er hann hentugri til þess en
„setthamarinn11, eða algengir smíðahamrar. Verð áhon-
um er líkt og á setthamri. Þessi síðast töldu verkfæri
(11—14) eru einkum notuð við alskonar steínsmíði,
húsagerð, grjótgarðahleðslu o. s. frv. Einnig getur komið
fyrir, að þessi verkfæri þurfi með við þúfnasljettun, ef
stórir steinar koma fyrir, sem ekki verða færðir burt,
neina moð því að sprengja þá. Þyrftu menn því að
eiga þessi vcrkfæri, og færi þá bezt að nokkrir ættu
þau í fjelagi, því það kostar töluvert fyrir hvern ein-
stakan, eða hjer um bil 15—20 kr. í sambandi við
þetta skal eg geta þess, að Einar Finnsson vegfræðing-
ur í Keykjavík mundi fús að útvega mönnum þessi á-
höld. Einnig fást þau hjá járnsmiðum í Reykjavík, t. d.
Þorsteini Jönssyni o. fl.
15. Jarðnafar cr sjorstaklega notaður til þess að leita
að mó. Hann er ýmist í einu lagi eða fleiri pörtum.
Samsettir jarðnafrar eru betri og þægilegri í meðferð.
Ætti hvert búnaðarfjelag að eigi einn jarðnafar, þviopt
getur það borið við, að hans þurfi við til að leita að
mó. Jarðnafrar munu kosta 20—30 kr.
16. Taðvjel eða taðmylna er notuð til þess að mala
í áburð, og gera hann smágerðan, svo hann gangi því
betur ofan í jarðveginn. Einkum er hún hcntug þar