Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 190
Ársrit garðyrkjufjelgsins.
„Hið íslenzka garðyrkjufjelag“ liefir gefið út lítinn
bækling þetta ár, og fá allir fjelagsraenn hann endur-
gjaldslaust. Svo er til ætlað, að fjelagið gefi út slikt
rit árlega. í þessu riti eru raargar stuttar og greini-
legar leiðbeiningar um ýmislegt, er snertir garðyrkju.
Schicrbeck landlæknir, er fyrruin var formaður garð-
yrkjufjelagsins og mjög hefir látið sjer ant ura garðrækt
hjer á landi, hefir ritað mest í þenna bækling: Uin
ffulrófna rwktun, kartöplur, blómkál, grœnkál og spœnsk-
an kerfil. Þar er og grcin um arfa, eptir Torfa Bjarna-
son skólastjóra; er þar veitt ágæt leiðbeining til að út-
rýma arfa úr matjurtagörðum. Þá eru tvær greinir
eptir Árna Thorsteinsson landfógeta: Um rœktun gul-
rófnafrœs, og sáning gulrófnafrœs. Greinir þessar eru
báðar vel samdar, og veita ágæta leiðbeiningu um það
efni, er þær fjalla um, enda hefir Árni Thorsteinsson
lagt meiri alúð við ræktun margvíslegra garðjurta en
flestir menn aðrir hjer á landi, og má fullyrða, að fáir
hafa slíka reynzlu sem hann. Enn eru nokkrar smá-
greinir í ritinu um ýmislegt, er vera munu eptir formann
fjelagsins, sjera Þórhall Bjarnarson.
Rit þetta veitir margar og mikilsverðar leiðbein-
ingar, þótt eigi sjo það mikið að vöxtum, og er mikils