Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 69
65
um voru það þó menn frá þeim löndum, þar sem Norð-
menn höfðu tekið sjer aðsetur. l>ess má geta, að ýms-
ir göfgir menn bæði í Noregi og á íslandi ráku verzl-
un, og konungarnir tóku þátt í hcnni, en þeir ljetu þá
menn sína vonjulega fara í kaupfcrðir, eða þeir gerðu
fjelag við menn, er þeir báru gott traust til, svo sem
Ólafur konungur hinn helgi við Hall Þórarinsson í
Haukadal.
Auk Norðmanna komu Suðurcyingar, Orkneyingar,
Hjaltlendingar, írar, Skotar og Svíar og enda fleiri til
íslands, cn þeir komu sjaldan og verzlun þeirra var þar
lítil í samanburði við verzlun Norðmanna. Að því er
írland, Suðureyjar, Orkneyjar og Hjaltland snerti, voru
það optast norskir nýlendumenn eða niðjar þeirra, er
komu til íslands.
Eigi verður sagt með fullri vissu hvorir þeirra ís-
leudinga og Norðmanna ráku meiri verzlun millum ís-
lands og annara landa. Svo mikið cr vist, að hvorir
þeirra fyrir sig ráku mikið af verzluninni. Hún virð-
ist þogar á landnámsöld hafa skiptst allbróðurlega á
milli íslendinga og Norðmanna. Það er þó alllíklegt,
að íslendingar hafi í upphafi rekið heldur meiri en ininni
hlutann af henni, en smátt og smátt hafi þetta breyzt
til hagnaðar fyrir Norðmenn, svo að þeir hafi um 1030
átt nokkru ineiri kaupskap á íslandi en íslendingar
erlendis. Það er rjott, sem liinn ágæti vísindamaður
prófessor Konrad Maurer segir um íslendinga, að þá
vantaði í þá daga livorki framtaksseini nje kunnáttu
til þess að stýra slcipi, en í annan stað er eg eigi á
sömu skoðun og prófessor Maurer, er hann telur það
víst, að verzlunarviðskipti íslands við önnur lönd liafi
verið miklu rncir í liöndum erlendra en innlendra kaup-
manna, þá er íslendingar fundu Grænland.
BúnaöaiTÍL IX.
5