Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 37
33
rækilega kenningum þcirra að mörgu leyti. Landsfólk-
ið á að nota sem bezt gæði landsins, og framar öllu á
að leggja stund á jarðræktina, því að það er vegurinn
til framfara og velmegunar. Pó fylgdi sjera Björn eigi
kenningum „fysiókratanna“ nema að nokkru leyti, svo
sem vænta má, þar sem önnur gagnstæð kenning hafði
svo mikil áhrif á hann, sem aðra mcnn á þeim tímum.
Það var ein höfuðgrein í kenningum „fysiókratanna“,
að verzlunin ætti að vera frjáls, en á það atriði minn-
ist sjcra Björn aldrei, enda voru honum allar tilskipan-
ir og setningar konungs ofheilagar til þess, að hann
mætti sjá nokkra stórvægiiega meinbugi á verzlunaró-
frelsinu. í annan stað studdi verzlunarkenningin þann
hugsunarhátt, að nauðsynlegt væri að hafa ýmisleg bönd
á verzluninni. Þó var nú svo komið, að nokkrum mönn-
um var orðið það ljóst, að verzlunaránauðin var mikið
mein.
Þótt Björn Halldórsson ynni ættlandi sínu einlæg-
lega, þá birtist nokkuð einkennilcg ættjarðarhugmynd i
ritum hans, en þar er það hin takmarkalausa lotning
fyrir konungdóminum, er ræður orðum hans. „Kongur
er landsfaðir11, segir hann, og því eru allir þegnar kon-
ungs bræður og börn hins sama föður. Föðurland ís-
lendingsins er því eigi Island eitt, heldur alt ríki Dana-
konungs, öll þau lönd, þar sem bræður hans búa, og
börn hins einvalda „landsföður". Þessi hugmynd kemur
cigi jafn greinilega í ljós hjá nokkrum manni sem Birni
Halldórssyni, að því er mjer er kunnugt. Þó birtist
hún í ýmsum óljósum myndum, t. d. þar sem orðið út-
lendingur er sömu merkingar sem utanrílásmaður. Hug-
mynd þessi kemur eigi annarstaðar í Ijós hjá sjera Birni
en þar sem hann ákvarðar föðurlandshugmyndina eptir
þeim skilningi, er hann hcfir á ríkisheildinni og sam-
Búnaðarril. IX. 3