Hugur - 01.01.1991, Page 14

Hugur - 01.01.1991, Page 14
12 Atli Harðarson HUGUR reyni að móta betri hugmyndir um hvað er rétt, gott, fagurt, eftir- sóknarvert og svo framvegis. Þetta geta menn aðeins gert með því að leita sannleikans, taka tali, hlusta á rök. Breytist gildismat manns af öðrum ástæðum en þeim að honum þyki staðreyndir og rök knýja á um breytinguna þá er hæpið að hann hafi viljað breytinguna. Menn geta ekki viljað að þeir fari að telja slæmt eitthvað það sem þeir nú telja gott eða öfugt (þ.e. viljað breytt gildismat) á annan hátt en þann að þeir vilji að hugmyndir sínar verði réttari eða skynsamlegri. En þar sem allir vilja hafa sannar skoðanir (enginn vill vera blekktur) þá vilja menn þær breytingar á gildismati sínu sem eru knúnar fram af skynsamlegum ástæðum. En með hvaða rétti fullyrði ég að menn breyti sjálfir gildismati sínu þegar breytingin er knúin fram af rökum (eða nýrri vitneskju eða reynslu)? Á bak við þessa fullyrðingu býr sú skoðun að skynsemin sé kjarni manneðlisins og að fullkomin sjálfstjórn sé í því fólgin að skynsemin hafi öll ráð. Að móta sjálfur gildismat sitt (þ.e. ráða vilja sínum) felst í því að vera skynsamur og leita sannleikans. Menn geta því aðeins ráðið vilja sínum með því að leita sannleikans, reyna að móta sannari hugsjónir og réttara gildismat. Þetta geta menn gert með því að hlusta á rök annarra og velta þeim fordómalaust fyrir sér. Sannleiksleit er í eðli sínu félagsleg. Gildismat þróast í samskipt- um og samræðum fólks, því má segja að það sé afsprengi samfélags- ins og sögunnar. Það er því rétt sem Hegel og fleiri hafa haldið fram að samfélag við aðra menn sé forsenda frjáls vilja. Þegar ég tala um að menn móti sjálfir gildismat sitt má ekki skilja orð mín svo að hver einstaklingur búi sér til sitt eigið gildismat, og þar með sitt eigið siðferði. Það sem hér um ræðir er að sá kjarni manneðlisins sem skynsemin er stjómi viðhorfum fólks, það taki tali og láti rök fremur en duttlunga eða ytri þrýsting vísa sér veg. Þessi kjarni manneðlisins er að verulegu leyti ópersónulegur.4 * 4 Það sem er skynsamlegt fyrir Pétur er að öllum jafnaði skynsamlegt fyrir Pál. Þetta cr þó ekki einhlítt. Þótt sannleikurinn sé samur fyrir alla menn getur það verið afstætt við reynslu manna, hugtakaforða, félagslegt umhverfi o.fl. hvað er skynsamlegt að telja satt. Þessi þættir eru breylilegir frá cinu samfélagi til annars, frá einni öld til annarrar og frá manni til manns.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.