Hugur - 01.01.1991, Page 88
86
Hlutur ímyndunar í þekkingu
HUGUR
tegund ímyndunarafls getur það ekki verið reynsla vegna þess að ef
eitthvað væri án þessarar sameiningar þá tengdist það ekki neinu og
þá væri ekki einu sinni hægt að hafa vitund um það.
Sú sameining sem hið forskilvitlega ímyndunarafl kemur á í allri
reynslu tryggir að öll möguleg reynsla hefur með sér einhver vensl.16
Sem merkir aftur að alla mögulega reynslu er hægt að tengja við alla
aðra reynslu. Af þessu leiðir til dæmis að það er ekki hægt að hafa
reynslu af tveimur algerlega óskyldum heimum. Allt sem fyrir okkur
ber er á einhvern hátt tengt öllu öðru, vegna þess að sameiningin er
alltaf af sama tagi, sem þýðir til dæmis að allri reynslu verður að vera
hægt að lýsa með sömu grundvallarhugtökunum.
En hvað eru þessi tengsl í allri reynslu ef fallist er á að þau séu
ekki gefin í skynjun og af hverju ættu þau að vera nauðsynleg? Er
hugsanlegt að sumar skynjanir okkar hafi engin slík tengsl við neitt?
Er hugsanlegt að við munum allt í einu upplifa eitthvað svo gersam-
lega nýtt og óvænt, að það sé ekki í samhengi við neitt? Eða er
nokkuð útilokað að rás heimsins taki allt í einu einhverja nýja og
ófyrirsjánlega stefnu sem ekki er afleiðing af því sem á undan er
farið? Kant heldur að ekkert af þessu sé mögulegt og fyrir því hefur
hann ein sín mikilvægustu rök sem um leið sýna hvers eðlis hin
forskilvitlega sameining er. Þessi rök snúast um það að öll reynsla
verði að hafa ákveðið grundvallarsamhengi til að hægt sé að hafa
vitund um hana og verður nú vikið að þeim.
Eining vitundar
Allir einstakir hlutir sem ég skoða verða að vera í rúmi og tíma, að
minnsta kosti verður öll skoðun að fara fram í tíma. En tímann er
ekki hægt að skoða. Þetta er ástæðan fyrir því að samband skynjana
er ekki hægt að skynja: þær gerast allar í einhverri röð í tímanum,
allar skynjanir hafa einhverja tímaafstöðu til allrar reynslu. Hver
einasti einstaki hlutur sem ég skoða er á undan, á eftir eða samtímis
öllum öðrum hlutum sem ég skoða.
Það sem tengir saman alla skynjun mína á einstökum hlutum er að
það er ég sem skynja þá, öll skynjun mín er hluti af vitund minni.
Þótt hinar einstöku skynjanir eða skoðanir séu í hvert skipti nýjar og
16 „Aff'initat", Gagnrýni hreinnar slcynsemi, A122.