Hugur - 01.01.1991, Page 88

Hugur - 01.01.1991, Page 88
86 Hlutur ímyndunar í þekkingu HUGUR tegund ímyndunarafls getur það ekki verið reynsla vegna þess að ef eitthvað væri án þessarar sameiningar þá tengdist það ekki neinu og þá væri ekki einu sinni hægt að hafa vitund um það. Sú sameining sem hið forskilvitlega ímyndunarafl kemur á í allri reynslu tryggir að öll möguleg reynsla hefur með sér einhver vensl.16 Sem merkir aftur að alla mögulega reynslu er hægt að tengja við alla aðra reynslu. Af þessu leiðir til dæmis að það er ekki hægt að hafa reynslu af tveimur algerlega óskyldum heimum. Allt sem fyrir okkur ber er á einhvern hátt tengt öllu öðru, vegna þess að sameiningin er alltaf af sama tagi, sem þýðir til dæmis að allri reynslu verður að vera hægt að lýsa með sömu grundvallarhugtökunum. En hvað eru þessi tengsl í allri reynslu ef fallist er á að þau séu ekki gefin í skynjun og af hverju ættu þau að vera nauðsynleg? Er hugsanlegt að sumar skynjanir okkar hafi engin slík tengsl við neitt? Er hugsanlegt að við munum allt í einu upplifa eitthvað svo gersam- lega nýtt og óvænt, að það sé ekki í samhengi við neitt? Eða er nokkuð útilokað að rás heimsins taki allt í einu einhverja nýja og ófyrirsjánlega stefnu sem ekki er afleiðing af því sem á undan er farið? Kant heldur að ekkert af þessu sé mögulegt og fyrir því hefur hann ein sín mikilvægustu rök sem um leið sýna hvers eðlis hin forskilvitlega sameining er. Þessi rök snúast um það að öll reynsla verði að hafa ákveðið grundvallarsamhengi til að hægt sé að hafa vitund um hana og verður nú vikið að þeim. Eining vitundar Allir einstakir hlutir sem ég skoða verða að vera í rúmi og tíma, að minnsta kosti verður öll skoðun að fara fram í tíma. En tímann er ekki hægt að skoða. Þetta er ástæðan fyrir því að samband skynjana er ekki hægt að skynja: þær gerast allar í einhverri röð í tímanum, allar skynjanir hafa einhverja tímaafstöðu til allrar reynslu. Hver einasti einstaki hlutur sem ég skoða er á undan, á eftir eða samtímis öllum öðrum hlutum sem ég skoða. Það sem tengir saman alla skynjun mína á einstökum hlutum er að það er ég sem skynja þá, öll skynjun mín er hluti af vitund minni. Þótt hinar einstöku skynjanir eða skoðanir séu í hvert skipti nýjar og 16 „Aff'initat", Gagnrýni hreinnar slcynsemi, A122.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.