Hugur - 01.01.1991, Side 98

Hugur - 01.01.1991, Side 98
96 Ágúst Hjörtur Ingþórsson HUGUR hagsmálum, en það sem er verst af öllu, vélvæðingu í hugsun. Jámbúrið sem mennirnir eru að læsast inni í, táknar helsi bæði á ytra og innra borði. Á ytra borði birtist það í takmörkunum á raun- verulegum kostum til athafna; á innra borði í firringu og undanhaldi þess sem við köllum stundum hið andlega. Þetta óttaðist Weber og fyrir þessa greiningu er hann að réttu frægur. í löngu máli og með mörgum dæmum styður hann þá skoðun sína að framsókn skynseminnar leiði til þess að einstaklingamir eigi sífellt meira í vök að verjast gagnvart yfirgangi þessa Rechen- haftigkeit, sem áðan var þýtt sem reikniskynsemi, en allt eins má kalla reiknipúkann. Frumleiki, sköpunargáfa og annað sem við teljum gjarnan mikilvægt mannlegu lífi má sín lítils gagnvart reiknipúka- num. Og hvers vegna? Jú vegna þess að hann er sjálf skynsemin holdi klædd — og það allt samkvæmt hringavitlausri skilgreiningu! Það sem meira er, segir Weber, reiknipúkinn nær árangri langt framyfir það sem öðrum uppvakningum mannsins hefur tekist hingað til. Það er sama hvar borið er niður; í vísindum, iðnaði, verslun, trúmálum, stjórnmálum. Það skipulag sem einkennist af belli- brögðum reiknipúkans er skilvirkt og þjónar þannig markmiðum mannsins, hver sem þau kunna að vera, betur en önnur skipulags- form. Hér er margt málum blandið og líklega hefur Habermas rétt fyrir sér í því að undirrót einkennilegheitanna sé að finna í tvíræðri notkun Webers á „framsókn skynseminnar“ — þar sem hann hleypur milli þess að tala um einstaklinga og samfélag svo oft er erfitt að henda reiður á um hvað greiningin snýst. Rechenhaftigkeit, reiknipúkinn, virðist þó vera einhver illur andi sem hefur heltekið vestrænt sam- félag og herjar af miklum móð á íbúa þess. Kannski þar sé kominn afturgenginn í púkalíki hinn algildi Andi Hegels? Allavega eiga der Absoluter Geist og Rechenhaftigkeit það sameiginlegt að hafa öðlast sjálfstætt líf: Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. Hann vex á milli þín og þess, sem lifir, og þó er engum ljóst, hvað milli ber.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.