Hugur - 01.01.1991, Side 102
HUGUR
100 Ágúst H jörtur Ingþórsson
Fullkomnunardraumurinn hefur lengi búið með manninum, en í
kjölfar vísindabyltingarinnar svonefndu (sem Weber innleiddi í
mannvísindin að margra mati) gerðist eitthvað alveg nýtt: Allt í einu
fóru sumir draumamir að rætast! Við fengum rafmagn og vélar; þurr
og hlý híbýli, mat, vín og afþreyingariðnað til að fylla allar frí-
stundimar. Og félagslegt velferðarkerfi ofan á þetta alltsaman. í
vísindunum uppgötvuðu menn lögmál og lærðu að hagnýta þau
vegna þess að þeir fylgdu rétti aðferð. í stjórnmálunum fengum við
velferðarkefi vegna þess að réttum aðferðum var beitt — aðferðum
skrifræðisins, ekki satt?
Einvers staðar djúpt í undirvitund Vesturlandabúa lúrir þessi rök-
semdafærsla og söguskoðun og Max Weber á sinn þátt í því. En á
hvaða forsendum er þá hægt að gagnrýna skrifræðið nema þegar það
er óskilvirkt? Slík gagnrýni vegur þó ekki að rótum vandans, því hun
hróflar ekki við sjálfum grundvellinum, tæknilegri skynsemi.
Wertrationalitát má sín lítils gagnvart hinni vísindalegu aðferð;
gildisskynsemin er í raun ómarktæk ef henni dettur í hug að gagnrýna
tæknilegu skynsemina, Zweckrationalitát, og reiknipúkann, vegna
þess að gildisskynsemin er samkvæmt skilgreiningu ekki eins skyn-
söm!
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
Við sjáum slíka uppgjöf glögglega hjá Weber í eftirfarandi orðum:
Við erum þegar flækt í slíka framþróun [skrifræðisins] og því er
mikilvægasta spumingin ekki sú hvað við getum gert til að stuðla að
eða draga úr þeirri framþróun, heldur snýst spurningin um hvað geti
komið til mótvægis við þessa vél þannig að hluti mannkyns geti notið
frelsis frá þessari atlögu að sálinni, frá þessum algeru yfirráðum
skrifræðislífsins.14
Félagsfræðingurinn Weber greindi, réttilega að mínu mati, ákveðna
samfélagsþróun sem gagnlegt er að lýsa sem þrengingu á skynsemis-
hugtakinu: Fyrst höfðum við fremur vítt hugtak, þar sem nokkur
birtingarform rúmuðust, síðan yfirtók tæknileg skynsemi hugtakið og
14 J. P. Mayer, Max Weber and German Politics, Viöauki I, s. 128.