Hugur - 01.01.1991, Síða 102

Hugur - 01.01.1991, Síða 102
HUGUR 100 Ágúst H jörtur Ingþórsson Fullkomnunardraumurinn hefur lengi búið með manninum, en í kjölfar vísindabyltingarinnar svonefndu (sem Weber innleiddi í mannvísindin að margra mati) gerðist eitthvað alveg nýtt: Allt í einu fóru sumir draumamir að rætast! Við fengum rafmagn og vélar; þurr og hlý híbýli, mat, vín og afþreyingariðnað til að fylla allar frí- stundimar. Og félagslegt velferðarkerfi ofan á þetta alltsaman. í vísindunum uppgötvuðu menn lögmál og lærðu að hagnýta þau vegna þess að þeir fylgdu rétti aðferð. í stjórnmálunum fengum við velferðarkefi vegna þess að réttum aðferðum var beitt — aðferðum skrifræðisins, ekki satt? Einvers staðar djúpt í undirvitund Vesturlandabúa lúrir þessi rök- semdafærsla og söguskoðun og Max Weber á sinn þátt í því. En á hvaða forsendum er þá hægt að gagnrýna skrifræðið nema þegar það er óskilvirkt? Slík gagnrýni vegur þó ekki að rótum vandans, því hun hróflar ekki við sjálfum grundvellinum, tæknilegri skynsemi. Wertrationalitát má sín lítils gagnvart hinni vísindalegu aðferð; gildisskynsemin er í raun ómarktæk ef henni dettur í hug að gagnrýna tæknilegu skynsemina, Zweckrationalitát, og reiknipúkann, vegna þess að gildisskynsemin er samkvæmt skilgreiningu ekki eins skyn- söm! Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum í fullkominni uppgjöf sigraðs manns. Hann lykur um þig löngum armi sínum, og loksins ert þú sjálfur draumur hans. Við sjáum slíka uppgjöf glögglega hjá Weber í eftirfarandi orðum: Við erum þegar flækt í slíka framþróun [skrifræðisins] og því er mikilvægasta spumingin ekki sú hvað við getum gert til að stuðla að eða draga úr þeirri framþróun, heldur snýst spurningin um hvað geti komið til mótvægis við þessa vél þannig að hluti mannkyns geti notið frelsis frá þessari atlögu að sálinni, frá þessum algeru yfirráðum skrifræðislífsins.14 Félagsfræðingurinn Weber greindi, réttilega að mínu mati, ákveðna samfélagsþróun sem gagnlegt er að lýsa sem þrengingu á skynsemis- hugtakinu: Fyrst höfðum við fremur vítt hugtak, þar sem nokkur birtingarform rúmuðust, síðan yfirtók tæknileg skynsemi hugtakið og 14 J. P. Mayer, Max Weber and German Politics, Viöauki I, s. 128.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.