Hugur - 01.01.1991, Side 107

Hugur - 01.01.1991, Side 107
HUGUR Járnbúr skrifrœðis og skynsemi 105 þetta eru tvær ástæður fyrir því að Weber vill hafa lýðræðisbrag á kenningu sinni. Sú fyrri felst í því að þróun lýðræðis helst í hendur við þróun skrifræðis, þrátt fyrir að lýðræði og skrifræði séu samtímis andstæður þar sem annað stefnir að miðstýringu en hitt að valddreifingu. Þróun þeirra er samstíga vegna þess að markmiðin með lýðræðinu eru að hluta til þau hin sömu og markmiðin með skrifræðinu: skýrar og fyrirfram ákveðnar reglur sem gera ekki upp á milli einstaklinga á grundvelli stéttar, stöðu og annars sem ekki kemur efnisatriðum málsins við. Það er einnig önnur ástæða fyrir þessari samstíga þróun, en hún er sú að þeir sem vilja koma á lýðræði og styrkja það í sessi reiða sig yfirleitt á skrifræðisskipulag. Árangursrík barátta lýðræðis- sinna byggist á skilvirku skipulagi (og skrifræðið er það skilvirkasta sem völ er á að mati Webers) og þannig ýtir framþróun lýðræðis undir framþróun skrifræðis. Seinni ástæðan fyrir því að Weber tekur lýðræðið með í kenningu sína er sú að lýðræði er að hans mati gagnlegt til að tryggja „réttum" eða „viðeigandi“ leiðtogum völdin. Hér er reyndar komin ástæðan fyrir orðinu Plebiszitáre sem Weber skeytti framanvið Fiihrer- demokratie. Plebiszitáre þýðir í tilfelli Webers að leiðtoginn, eða leiðtogamir (eftir því hvemig við viljum túlka áherslur hjá Weber), á að vera kjörinn beinni kosningu af lýðnum. Tvennskonar rök mæla með þessu fyrirkomulagi að sögn Webers. Þau fyrri lúta að því að beinar kosningar tryggi að „réttir" menn veljist á valdastóla. Með „réttum“ mönnum á Weber við þá sem hann kallar víða náðarleiðtoga, menn sem eru leiðtogar af guðs náð eða forsjónar- innar. Við víkjum nánar að náðinni á eftir. Seinni rökin fyrir beinni kosningu, raunar fyrir kosningu stjómmálamanna almennt eru þau að með þeim hætti er tryggt að lýðurinn getur losað sig við þessa leiðtoga ef þeir af einhverjum orsökum reynast ekki sú guðs náð sem vonast var til. Lýðræðið er því einungis ákveðin lágmarkstrygging fyrir lýðinn og á sama tíma heppileg leið til að tryggja sterka leiðtoga sem njóta hylli lýðsins í baráttunni við skrifræðið. Lýðræði er þannig aðeins leið til að tryggja ákveðið markmið, nefnilega völd leiðtoga sem gætu myndað mótvægi við veldi skrifræðisins, en ekki markmið Age of Bureaucracy. Perspectives on the Polilical Sociology ofMax Weber (Basil Blackwell, Oxford 1974), s. 87.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.