Hugur - 01.01.1991, Síða 107
HUGUR
Járnbúr skrifrœðis og skynsemi
105
þetta eru tvær ástæður fyrir því að Weber vill hafa lýðræðisbrag á
kenningu sinni.
Sú fyrri felst í því að þróun lýðræðis helst í hendur við þróun
skrifræðis, þrátt fyrir að lýðræði og skrifræði séu samtímis andstæður
þar sem annað stefnir að miðstýringu en hitt að valddreifingu. Þróun
þeirra er samstíga vegna þess að markmiðin með lýðræðinu eru að
hluta til þau hin sömu og markmiðin með skrifræðinu: skýrar og
fyrirfram ákveðnar reglur sem gera ekki upp á milli einstaklinga á
grundvelli stéttar, stöðu og annars sem ekki kemur efnisatriðum
málsins við. Það er einnig önnur ástæða fyrir þessari samstíga þróun,
en hún er sú að þeir sem vilja koma á lýðræði og styrkja það í sessi
reiða sig yfirleitt á skrifræðisskipulag. Árangursrík barátta lýðræðis-
sinna byggist á skilvirku skipulagi (og skrifræðið er það skilvirkasta
sem völ er á að mati Webers) og þannig ýtir framþróun lýðræðis
undir framþróun skrifræðis.
Seinni ástæðan fyrir því að Weber tekur lýðræðið með í kenningu
sína er sú að lýðræði er að hans mati gagnlegt til að tryggja „réttum"
eða „viðeigandi“ leiðtogum völdin. Hér er reyndar komin ástæðan
fyrir orðinu Plebiszitáre sem Weber skeytti framanvið Fiihrer-
demokratie. Plebiszitáre þýðir í tilfelli Webers að leiðtoginn, eða
leiðtogamir (eftir því hvemig við viljum túlka áherslur hjá Weber), á
að vera kjörinn beinni kosningu af lýðnum. Tvennskonar rök mæla
með þessu fyrirkomulagi að sögn Webers. Þau fyrri lúta að því að
beinar kosningar tryggi að „réttir" menn veljist á valdastóla. Með
„réttum“ mönnum á Weber við þá sem hann kallar víða
náðarleiðtoga, menn sem eru leiðtogar af guðs náð eða forsjónar-
innar. Við víkjum nánar að náðinni á eftir. Seinni rökin fyrir beinni
kosningu, raunar fyrir kosningu stjómmálamanna almennt eru þau að
með þeim hætti er tryggt að lýðurinn getur losað sig við þessa
leiðtoga ef þeir af einhverjum orsökum reynast ekki sú guðs náð sem
vonast var til. Lýðræðið er því einungis ákveðin lágmarkstrygging
fyrir lýðinn og á sama tíma heppileg leið til að tryggja sterka leiðtoga
sem njóta hylli lýðsins í baráttunni við skrifræðið. Lýðræði er þannig
aðeins leið til að tryggja ákveðið markmið, nefnilega völd leiðtoga
sem gætu myndað mótvægi við veldi skrifræðisins, en ekki markmið
Age of Bureaucracy. Perspectives on the Polilical Sociology ofMax Weber (Basil
Blackwell, Oxford 1974), s. 87.