Hugur - 01.01.1991, Side 110

Hugur - 01.01.1991, Side 110
108 Ágúst Hjörtur Ingþórsson HUGUR Náðina sem Weber er að vísa til, charisma, skilgreinir hann í Þjóð- megun og þjóðfélag sem mannkosti í krafti hverra menn eru álitnir óvenjulegir og því er komið fram við þá eins og þeir væru gæddir yfirnáttúrulegum, ofurmannlegum, eða í það minnsta mjög óvenju- legum kostum. Náðarleiðtogar verða þannig að skera sig úr með afgerandi hætti og í krafti þess geta þeir fengið lýðinn til fylgis við sig.28 Weber fjallar fyrst og fremst um náðarleiðtoga í sögugreiningu sinni, þar sem fjallað er um trúarbragðaleiðtoga, spámenn, marskálka og stjómmálamenn. Slíkir menn gera fylgjendur sína frjálsa að því er virðist með því að beina sjónum þeirra að einhverjum tilteknum markmiðum: Guði, útþenslu heimsveldisins, baráttu gegn arðráni, svo dæmi séu nefnd. Mér virðist að Weber hljóti að eiga við andlegt frelsi í þessum skilningi og að leiðtogar myndi mótvægi við ægishjálm markmiðs- sækinnar skynsemi með því að blása mönnum í brjóst trú á einhver markmið og gildi. Og til þess að þeim megi takast þetta, verða þeir að ráða yfir sálarlausri vél frelsaðra fylgjenda. III Hversu „skynsamleg“ er nú þessi lausn Webers? Spurningin er kannski ósanngjörn miðað við sundurgreiningu Webers á skyn- seminni, svo við skulum láta gildisskynsemi liggja milli hluta og spila samkvæmt reglum Webers sjálfs. Því er rétt að endurorða spurninguna sem svo; hversu „tæknilega skynsamleg" er þessu lausn; nær hún þvf markmiði sem að er stefnt, nefnilega að frelsa hluta mannkyns undan helsi skrifræðis og tæknilegs hugsunarháttar? Ég held að svarið sé neitandi, þótt sannleikskorn sé að finna í hugmyndum Webers. Raunar finnst mér dálítið undarlegt að glöggum greinanda félagslegra ferla á borð við Weber, skyldi yfirsjást ýmis augljós atriði sem benda til þess að sterkir lýðræðisleiðtogar myndi alls ekki það mótvægi við skrifræðið sem Weber gerði ráð fyrir. Til að sýna fram á þetta þarf ekki að vísa í nýjustu rannsóknir á hegðun fólks innan skrifræðiskerfa eða lýsa þeim áhrifum sem mikil völd hafa á sálarlíf þeirra sem þau öðlast. Það dugir að vísa í það sem 28 Sjá Wirtschaft und Geschellschaft, kafli III, iv, grein 10 (s. 241). Sjá cinnig umfjöllun Sigurðar Líndals í inngangi hans að Mennt og mállur, s. 36 o.áfr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.