Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 110
108
Ágúst Hjörtur Ingþórsson
HUGUR
Náðina sem Weber er að vísa til, charisma, skilgreinir hann í Þjóð-
megun og þjóðfélag sem mannkosti í krafti hverra menn eru álitnir
óvenjulegir og því er komið fram við þá eins og þeir væru gæddir
yfirnáttúrulegum, ofurmannlegum, eða í það minnsta mjög óvenju-
legum kostum. Náðarleiðtogar verða þannig að skera sig úr með
afgerandi hætti og í krafti þess geta þeir fengið lýðinn til fylgis við
sig.28
Weber fjallar fyrst og fremst um náðarleiðtoga í sögugreiningu
sinni, þar sem fjallað er um trúarbragðaleiðtoga, spámenn, marskálka
og stjómmálamenn. Slíkir menn gera fylgjendur sína frjálsa að því er
virðist með því að beina sjónum þeirra að einhverjum tilteknum
markmiðum: Guði, útþenslu heimsveldisins, baráttu gegn arðráni, svo
dæmi séu nefnd.
Mér virðist að Weber hljóti að eiga við andlegt frelsi í þessum
skilningi og að leiðtogar myndi mótvægi við ægishjálm markmiðs-
sækinnar skynsemi með því að blása mönnum í brjóst trú á einhver
markmið og gildi. Og til þess að þeim megi takast þetta, verða þeir að
ráða yfir sálarlausri vél frelsaðra fylgjenda.
III
Hversu „skynsamleg“ er nú þessi lausn Webers? Spurningin er
kannski ósanngjörn miðað við sundurgreiningu Webers á skyn-
seminni, svo við skulum láta gildisskynsemi liggja milli hluta og
spila samkvæmt reglum Webers sjálfs. Því er rétt að endurorða
spurninguna sem svo; hversu „tæknilega skynsamleg" er þessu lausn;
nær hún þvf markmiði sem að er stefnt, nefnilega að frelsa hluta
mannkyns undan helsi skrifræðis og tæknilegs hugsunarháttar?
Ég held að svarið sé neitandi, þótt sannleikskorn sé að finna í
hugmyndum Webers. Raunar finnst mér dálítið undarlegt að glöggum
greinanda félagslegra ferla á borð við Weber, skyldi yfirsjást ýmis
augljós atriði sem benda til þess að sterkir lýðræðisleiðtogar myndi
alls ekki það mótvægi við skrifræðið sem Weber gerði ráð fyrir.
Til að sýna fram á þetta þarf ekki að vísa í nýjustu rannsóknir á
hegðun fólks innan skrifræðiskerfa eða lýsa þeim áhrifum sem mikil
völd hafa á sálarlíf þeirra sem þau öðlast. Það dugir að vísa í það sem
28 Sjá Wirtschaft und Geschellschaft, kafli III, iv, grein 10 (s. 241). Sjá cinnig
umfjöllun Sigurðar Líndals í inngangi hans að Mennt og mállur, s. 36 o.áfr.