Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 121

Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 121
HUGUR Ritdómar 119 Newtons. í 18. og 19. kafla er rætt skilmerkilega um upplýsinguna og heim- speki Kants. Þar með lýkur fyrri hluta bókarinnar. Ef höfundurinn hefði látið hér staðar numið hefði afraksturinn að mínu mati verið nokkuð heilsteypt verk. Þó hefði ég kosið að dregið hefði verið úr almennri mannkynssögu og þess í stað veitt meiri athygli atriðum eins og göldrum og „hindurvitnum". Nokkuð vel er hér haldið á málum í vísindasögu en meira hefði verið hægt ræða um hugmyndir manna á sviði læknisfræði og náttúrufræði á dögum Vísindabyltingarinnar. Þá er það bagalegt hvað stærðfræði er gefinn lítill gaumur þar sem hugmyndir ráða oft miklu um þróun hennar vegna fjarlægðar hennar frá reynsluheiminum . í síðari hluta bókarinnar er fyrst fjallað í 20. og 21. kafla um þýska hughyggju, vísindahyggju og þróunarhugmyndir á 19. öld. í næstu tveimur köflum er fjallað um hagfræðikenningar, frjálslyndu stefnuna og sósíalisma. í 24. og 25. kafla er því næst fjallað um borgarmenningu um seinustu aldamót, Nietzsche, hagnýtisstefnu (pragmatism) og sálfræði Freuds svo nokkuð sé nefnt. Svo er rætt um þau umbrot í eðlisfræði sem takmarkaða afstæðiskenningin og skammtafræðin ollu. í 27. kafla er dregin upp mynd af stjórnmálasögu þessarar aldar. í seinustu tveimur köflunum er svo rætt stuttlega um tilveruspekina, Wittgenstein o.fl. í heimspeki þessarar aldar. í seinni hluta bókarinnar hefur efnið orðið höfundinum ofviða. Enda er það vart á nokkurs manns færi að fjalla um atburði seinustu tveggja alda í svo stuttu máli. Það hefði kannski verið gerlegt ef ekki hefði verið eytt dýrmætu plássi í almenna stjómmálasögu og annað sem á lítið skylt við hugmynda- sögu. Þó það sé fróðlegt að lesa um það hvemig erlendar hugmyndir bárust til íslands og hver hafi verið uppbygging íslenska menntakerfisins þá draga slíkir útúrdúrar úr áhrifamætti hugmyndasögu. Hins vegar finnst mér um- fjöllun um vísindaþróun vera ófuilnægjandi og ég sakna þess að ekki skuli vera talað um tengsl hugmyndasögu við bókmenntir og listir. Því hugmyndir nútímamanna um það hvað sé raunverulegt og raunsætt hafa orðið fyrir ómældum áhrifum frá þessum heimi og öfugt. Þar nægir að nefna áhrif sál- greiningar Freuds á bókmenntir og áhrif óhlutstæðrar listar á heimssýn okkar. í Hugmyndasögu er stiklað á stóru og farið hratt yfir sögu. Mesti ókostur- inn við þá tilhögun er að lesandinn kemst aldrei í nánd við frumtextann. Kynngikraftur hugmyndanna lætur hann því ósnortinn. Þorsteinn Gylfason hefur lýst því vel hvers konar upplifun það geti verið að komast í nálægð við þær. Nítján ára að aldri hóf hann háskólanám í Vesturheimi og sótti námskeið í hugmyndasögu 20. aldarinnar. Það var einkum ætlast til þess af honum og öðrum nemendum að þeir læsu frumheimildir þessarar hugmyndasögu auk yfirlitsverks kennarans. Hvað henti Þorstein? Hann reif þessar bækur í sig eins og hungraður úlfur svo vitnað sé í orð hans sjálfs. Og hann sór þess eið að svona bækur skyldu koma út á íslandi til að seðja almennt hungur á þessu sviði sem hann gat ekki ímyndað sér að væri minna en hans sjálfs. (Sjá „Lærdómsritin tvítug," Mbl., 13. október 1990.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.