Búnaðarrit - 01.01.1923, Blaðsíða 136
120
BÚNAÐARRIT
húsalóöa í fyrirsjáanlegri framtið. Skýrslu þessari skulu
fylgja þær upplýsingar, sem Búnaðarfjelag íslands tiltekur.
32. gr.
Af fengnum skýrslum þeim, er getur um í 31. gr.,
gerir Búnaðarfjelag íslands, eins fljótt og verða má,
uppdrátt af landinu, og skiftir því í skákir, eigi minni
en 2 og eigi stærri en 5 ha. Hver skák skal ætluð ein-
um manni til ræktunar, og skal þeim skift þannig, að
sem kostnaðarminst verði vegalagning um svæðið, lagn-
ing vatnsæða, rafmagnstauga, og gerð annara mann-
virkja, sem vinna þarf. Afrit af uppdrættinum sendir
Búnaðarfjelag íslands bæjarstjórn eða hreppsnefnd.
33. gr.
Nú óskar maður að fá skák til ræktunar, og skal
hann þá snúa sjer til hlutaðeigandi hreppsnefndar eða
bæjar8tjórnar með beiðni um meðmæli hennar. Að
fengnum meðmælum þessum, getur hann snúið sjer til
sýslumanns eða bæjarfógeta, og fengið hjá honum út-
nefnda tvo hæfa og óvilhalla menn til að meta skákina
til peningaverðs — ef hann nær eigi samkomulagi við
eiganda um árgjald af henni.
34. gr.
Enginn landeigandi getur skorast undan, að láta af
hendi land til ræktunar, samkvæmt því, sem segir í
þessum kafla, nema hann sanni, að hanu ætli innan
skamms að taka það til ræktunar sjálfur eða til annara
nauðsynja sinna; eða hann hafi þegar lofað það öðrum
til ræktunar, sem hreppsnefnd eða bæjarstjórn vill mæla
með.
35. gr.
Landskákir þessar skulu jafnan, þegar ríkissjóður,
hreppsfjelag eða bæjarfjelag er eigandi, leigðar í erfða-