Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 4
82
D V 0 L
Að öðru leyti var ekkert, sem
benti til þess, að séra Jesper liefði
nokkru sinni gert illt með kröftum
sínum, og sem vígður maður hafði
hann enga ánægju af að sýna þá.
Mikið orð fór af ræðum hans, og
rödd hans var svo sterk, að það
heyrðist til lians — ekki aðeins í
kirkjunni, heldur allt að því heila
bæjarleið frá henni.
Klukkan var fjögur um morgun-
inn. Það var vormorgun, og strax
orðið heitt, glaða sólskin og áköf
suða af árvökrum flugum. Séra
Jesper gekk uni gólf í lestrarstofu
sinni og var að læra einn af sálrn-
um Davíðs utanbókar. Pað var
að heyra álengdar, eins og reglu-
bundin herbyssu skothríð, þegar
presturinn var að starfa, því að
þungu spennslaskórnir hans, með
þumlungsþykkum sólum, smullu
við gólfið í hverju spori með ltá-
um hvelli, sem bæði gaf til kynna
sæmilegan líkamsþunga mannsins
og þá staðfestu og ró, er ríkti þar,
sem hann í einrúmi rækti köllun
íína í virðingu og guðsótta. Sterk
og tilbreytingarlaus rödd hans
heyrðist út úr herberginu um all-
an bæinn, en hann gekk fram og
aftur um gólfið frá vegg til veggj-
ar, lasvið ogvið úr bók, sem hann
hélt á, og hlýddi svo sjálfum sér
vfir. — Séra Jasper kynnti sér
aldrei guðsorð, nema í heyranda
hljóði, jafnvel þó að hann væri
einn, því að „orðið“, eins og það
stóð skrifað og eins og hann tók
sér J>að í munn með undirgefni
og krafti, var kjarni lífs hans og
allur hans heimur. Merking „orðs-
ins“ var þrátt fyrir þetta oftast
leyndardómur fvrir Ulbjergprest-
inn, en því óskiljanlegra, sem hon-
um fannst það, þeim mun dýrri
var undirgefni hans við það, þó
að hann yrði að leggja það á
minnið.
Hann var bóndasonur að upp-
runa, og sökum þess að hann
skaraði fram úr með tiltakanlega
sterkri röddu þegar á unga aldri,
hafði honum verið komið til
mennta með mikilli sjálfsafneitun.
Og reynsla hans hafði orðið mikil
áralangt, næstum því vonlaust erf-
iði, því að hann var tornæmur.
Og ennþá, þó að hann væri nú
orðinn roskinn maður og þjónaði
sínu brauði, hafði hann ekki önn-
ur ráð með ,,orðið“ en utanbókar-
staglið, að stagast harðvítugt á
því, sem hann hafði lesið, þangað
til það var orðið honum svo
tungutamt, að hann gat mælt það
fram áheyrilega og án þess að
reka í vörðurnar. í þessu sam-
bandi við „guðs orð“ og hinni
stórfelldu, drynjandi röddu, sem
yfirsteig allt, hvort sem liann
söng, tónaði eða talaði, var kenning
hans fólgin, og ekki vantaði, að
hann rækti starf sitt í djúpri og
fölskvalausri alvöru.
Með þá tilfinningu; í jbrjósti, trú-
semi og kostgæfni í köllun sinni,
gekk séra Jesper milli bóka sinna
frá því í bítið 'um morgutiinn.