Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 29

Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 29
D V 0 L 107 fara licim og dvclja þar. Joc fór í burtu. Jcnkins gamli bölvaöi. Qamla konan grét. Barnið fædd- ist að morgni dags; í apríl; stúlka með grá augu. Og Cora lét hana heita Josephine eftir Joe. Cora tók þessu öllu með jafnað- argeði. Ekki þurfti hún að ótt- ast skvaldur negranna, því að þeir voru engir til í byggðarlaginu, og luin kærði sig kollótta um, hvað hvítskinnarnir sögðu. Þeir voru af öðrum hcimi. Og hvað Joe snerti, þá hafði hún aldrei búizt við, að hann gengi að eiga liana eða yrði áfram hjá henni. Einnig hann var af öðrum heimi. En barnið var hennar — brú á milli tveggja heima. Fólkið mátti gjarnan masa. Cora fór aftur til vinnu sinnar hjá Studevant, og þegar kvöldaði, fór hún heim til þess að annast um barnið sitt og jagast við móð- ur sína. Frú Studevant ól einnig barn um sama leyti, og Cora ann- aðist það. Litla stúlkan Stude- vants-hjónanna var látin heita Jessie. Þegar börnin voru byrjuð að ganga og tala, tók Cora Jose- phine stundum með sér til þess að lcika við Jessie — þangað til Studevantshjónin fundu að því; þau sögðu, að Cora tefðist minna frá verkunum, ef hún skildi barn- ið eftir heima. — Já, frú, sagði Cora. Skömmu síðar losnuðu Stude- vantarnir við frekari áhyggjur af þessu máli, því að Josephine dó úr kíghósta. Á sólbjörtu síðdegi sá Cora litla líkamann hvcrfa ofan í gröfina, í hvítri kistu, sem kost- aði fjögurra vikna kaup. Vegna þess að gamla konan var lasin, stóð enginn hjá Coru við gröfina nema faðir hennar, ogþað var megn vínlykt af honum eins og venjulega. Cora tók ekki dauða telpunnar með jafnaðargeði. Þeg- ar þau sneru heimleiðis frá gröf- inni, komu tárin fram — og í sama bili hrutu af vörum hennar svo heiftarlegar formælingar, að grafararnir urðu felmtraðir. Hún horfði til himins, þar sem sólin var farin að lækka, og öskr- aði ögrandi. Jenkins gamli varð bæði forviða og óttasleginn. Hann lyfti henni upp í vagnskriflið sitt og ók heimleiðis, en til beggja handa voru grænir vellir og ilm- andi engi. Cora hélt áfrarn að gráta og formæla alla leiðina heim og notaði öll þau illyrði, scm karl- inn var vanur að ausa úr sér þegar hann var drukkinn. I næstu viku fór hún aftur til Studevants. Hún var hógvær og þýðleg. t viðmóti — og henni þótti mjög vamt um Jessie litlu. Þegar hún sat á húsagarðströppunum á síðdögum, var hún vön að taka Jessie á hnéð og róa henni í svefn. Hún hneigði dökkt andlitið ofan á höfuð hvíta barnsins og fann mjúkt hárið á því snerta kinn sína II. Árin liðu. Hrukkurnar í andliti gömlu Jenkinshjónanna urðu fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.04.1938)
https://timarit.is/issue/319423

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.04.1938)

Aðgerðir: