Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 75
DVÖL'
153
ókafregnir —
/Efintýrið frá íslandi
til Brasilíu.
Þcgar skortur, bágíndi og óblíða nátt-
úrunnar steðja að mönnum, flýgui' hug-
ur þcirra einkum til sólríkari og betri
landa. Á harðindaárunum um 1860
komst hreyfing á í Þingcyjarsýslu að
flytja búferlum í önnur lönd. Meðal
Þingeyinga var þá einna bezt alþýðu-
menntun hér á landi, en þó virtist þekk-
ingin um önnur lönd til landnáms hafa
vcrið heldur litil.
Fyrst gaus upp talsverð hreyfing um
110 flytja til Grænlands og nema þar
iand, en þá risu upp tveir mætir og
menntaðir menn, þeir Eínar Ásmunds-
son í Nesi og Jakob Hálfdánarson, og
boindu útþránni til meiri sólarlanda.
Standa þeir síðan um nokkurt skeið í
fararbroddi hreyfingar um að fólk flytji
til Brazilíu. Lét Einar einhverntíma orö
falia á þá leið, að sig gilti það einu þó
að allir íslendingar flyttu þangað. En
þó koinu strax upp andmæli gegn því
að flytja til þessa lands, eins og m. a.
)iin alkunna skagfirzka vísa ber með
scr: „Um sælu masa margir þar og
niynda fjas að nýju, en ekki cr flas til
fagnaðar að fara til Brazilíu.“ — Það
varð úr, að nokkrir Islendingar fluttu til
Braziliu á árunum 1863 og 1873. En
útflutningur Islendinga til landnáms í
Norður-Ámeríku byrjaði ekki fyrri en
cftir 1870 eins og kunnugt er, að undam
teknum nokkrum mönnum, er aðhylltust
mormónatrú og fóru til Utha-ríkisins,
sem sá trúarflokkur hafði fengið til um-
ráða, og væri þar efni í aðra æfintýra-
bók um þá vesturfara.
Þegar landnámshreyfingin i Þingeyj-
arsýslu hófst höfðu frændur vorir frá
öllum hinum Norðurlöndunum reist sér
blómlegar byggðir í Norður-Amcríku.
Og áður en Islendingar byrjuðu að flytja
þangað varð hið svo kallaða „Yilltavcst-
ur“ talsvert þekkt. Uti í því miðju var
þa stofnaður fyrsti þjóögarður heims-
ins (árið 1872), Yellowstone park. —
Sá, er þetta ritar, hefir oft harmað sár-
an fyrir Islendinga hönd, að þegar þcir
fóru að flytja til ónumds lands í land-
námserindum, að þá skyldu þeir ekki
fara út í „Villta vestrið", þar sem cr
svo likt og hér heima, á margan hátt:
Fjöll og dalir, silungsár og fossaföll,
veðráttan heilnæm og skemmtileg og
einn aðal-atvinnuvegurinn sauðfjárrækt
og stór og góð kvikfjárlönd til boða
ókeypis hverjum innflytjanda. En í stað
þess lentu Islendingarnir á marflatri
sléttunni í miðju landinu við akuryrkju
og annað, þar sem allt var framandi:
land, störf, vcðrátta — og allt, nema
himintunglin. Þangað eltu þeir hver ann-
an áratug eftir áratug', líklega vegna
vanþekkingar og skjólsvona hjá þeim,
sem á undan voru farnir.
Til Brazilíu fóru aldrei ncma nokkur-