Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 59
D V 0 L 137 gægðust þau upp úr torfunni og litu út sem nývöknuð væru. Þeg- ar allt kornið var komið upp, heimtuðum við klárurnar ogvild- um fara að byrja að sá. ,,Dokið dálítið við; það er enn of snemmt“, sagði pabbi. Svo gaf hann okkur torfusnepilinn, sem bygginu hafði verið sáð í. „Lofið spírunum að stækka dá- lítið, áður en þið farið að undir- búa sáðlandið“. Við bárum torfuna út í þreski- kofann, glöð í huga, og ætluðum að aðgæta, hvernig spírurnar yxu. ,,Ég sá þær ekki vaxa“, sagði systir mín. ,,Ekki ég heldur. Kannske þær vilji ekki vaxa, þegar horft er á þær“. Við höfðum ráð við því. Við fórum út og lokuðum hurðinni vandlega á eftir okkur. Svo klifr- uðum við upp á þekjuna og gægð- umst niður umljórann; það myndu spírurnar ekki varast. En við sá- um þær samt ckki vaxa. Þá fórum við heim. Daginn eftir komum við grátandi með torfusnepilinn til pabba; mýsnar höfðu etiö allar plönturnar. Pabbi bað okkur að lá'ta þetta ekki á okkur fá; músin skyldi ekki fá að leika lausum hala í þreskihúsinu fyrir bragðiðogvið skyldum fá að fara inn í Valna- brekku og sitja yfir kúnum, þegar þær yrðu leystar út. „Pabbi, verður farið að hleypa kúnum út?“ spurðum við. „Peim verður hleypt út um svip- að leyti og hvönnin fer að sprctta“. Erinþá vottaði hvergi fyrir hvönnunum. Þær voru huldar þara- brúlci og ekkert lífsmark með þeim; nei, það sást hvergi bóla á grænu blaði. Það verður löng bið, hugsuðum við. Það var líklega bezt að fara upp í Efribrekku í annað sinn. Þar var nú mikið af þúsund-dyggða- jurtum og hófblöðkur í veitum og læmum. Þegar við komum heim aftur, stóð lítill kassi á skákinni við eld- stóna. Mamma bað okkur aðfara varlega og eiga ekki neitt við kass- ann. Nei, en máttum við bara sjá? í kassanum lá stórt egg og hlúð að því með ullartætum. Það bólaði á nefi út úr egginu. Nefið tísti. „Hvaða egg er þetta“, spurð- um við. „Þetta er gæsaregg. Unginn er svo þrekaður, að hann getur ekki brofizt út úr skurninu“. „Er gæsin búin að unga út?“ Já, gæsin var búin að unga út. En við yrðum að bíða róleg, við skyldum fá að sjá gæsarungana í kvöld, þegar gáð yrði að þeim. En við skeyttum því engu og vor- um þotin af stað eius og fætur toguðu. Þegar við komum að gæsakof- anum var hurðin lokuð, en stegg- urinn varð olckar var og kom út- belgdur og blásandi á móti okkur. Hér var ckki heillavænlegt aðdoka lengi við; það skynsamlegasta var, að hafa sig burtu sem bráðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.