Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 33

Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 33
Ö V ö L 111 dóttir hennar aftur. En Jessie var magrari og fölari en hún hafði verið nokkru sinni áður. Augu hennar voru sljó. Frú Art virtist dálítið slegin, þegar hún steig út úr lest- inni. — Hún fékk mjög illkynjaða magaveiki, meðan við dvöldum í Kansas City, sagði frú Art við ná- grannana og kvenfélagskonurnar. Við urðum að dvelja þar lengur en við höfðum hugsað okkur, svo að hún jafnaði sig og yrði ferða- fær. Veslings Jessie! Útlitið henn- ar er ekki fallegt, og hún hefir heldur aldrei verið sterkbyggð. Ég hefi alltaf verið áhyggjufull út af henni. Frú Art talaði mikið um það, að Jessie hefði, þegar hún var í Kansas City, borðað mat, sem hún ekki þoldi. Þegar þær komu heim,. varð Jessie að fara í rúmið. Hún vildi ekki borða neitt. Pegar Cora kom npp til hennar með matinn, hvísl- aði hún: — Barnið er farið. Andlit Coru sortnaði, og hún beit saman vörunum til þess að fyrirbyggja, að hún rnissti taum- hald á tungu sinni. Hún faðmaði Jessie að sér. Stúlkan grét. Hún snerti ekki matinn. Það leið vika. Að henni liðinni var reynt að neyða Jessie til að borða, en hún hélt ekki matnum niðri. Augun í henni urðu gul, tungan hvít og hjartslátturinn ó- eðlilegur. Brown gamli læknir var sóttur, en innan mánaðar var Jessie dáin. Hún sá gríska piltinn aldrei áftur. Faðir lians missti nefnilega verzlunarréttindin, „vegna endur- tekinna kæra frá mæðrum í kven- félaginu", um að hann seldi börn- um þeirra málaðan glysvarning. Frú Art Studevant hafði hrundið af stað baráttu til þess að útrýma úr bvggðarlaginu illa þokkuðum atvinnurekendum og viðsjárverð- um einstaklingum. Grikkir hlutu auðvitað að teljast til annarshvors flokksins. Eins og gefur að skilja, varð að loka tafarlaust kránni, þar sem Jenkins gamli var fastur viðskiptavinur. Frú Art hélt, að það mundi verða Coru að skapi, en Cora sagði bara: — Pabbi er nú búinn að drekka í svo mörg ár, að ég held að hann geti alveg eins haldið áfram. Hún eyddi ekki fleiri orðum um landhreinsunarstarf húsmóður sinnar; en þegar það stóð hvað hæst, dó Jessie. Á jarðarfarardaginn var húsið yfirfullt af blómum. (Kveðjuat- höfnin fór ekki fram í kirkjunni, heldur heima, vegna hrumleika gömlu frúarinnar). Öll fjölskyldan var sveipuð slæðu sorgarinnar. Frú Art var yfirbuguð. Pegar sú stund nálgaðist, að athöfnin skyldi byrja, þerraði hún tárin og át eggjaköku, „til þess að geta liald- ið það út til kvöldsins“. — Og, Cora, sagði hún, gcfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.04.1938)
https://timarit.is/issue/319423

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.04.1938)

Aðgerðir: