Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 41
Fyrsta kaupstaðarferðin mín Eftir Steinþór Þórðarson Frá lesendum Dvalar berast öðru hvoru óskir um að hún flytji frásagnir úr ísl. þjóðlífi. Meðfram vegna þessara óska, birtist eftirfarandi þáttur Stein- þórs bónda að Hala i Suðursveit, bróður t’órbergs rithöfundar. Og á öðrum stað í þessu hefti byrja frásögur um sjómannalíf í Bolungavik. Áður héfir m. a. birzt í Dvöl ítarleg grein um sjóróðra í Vestmannaeyjum. Þar sem allt er að taka hraðfara breytingudi, ekki sízt í atvinnulífinu, er vel far- ið, að skýrir núlifandi menn, skrái minningar sínar frá yngri árum. Það er alveg nýr fróðleikur fyrir marga þá yngri, og gott að það geymist í sögu þjóðarinnar, og gjar'na mætti söguritunin líka breýtast í þá átt, að skýrar myndir birtust úr lífi og stríði alþýðu manna, en ekki nær eingöngu af þeim, sem niest ber á eins og lönguni hefir aðallega tíðkazt í sagna- rituninni. Á æskuárum mínum var ungl- ingum vanalega lofað að fara í kaupstað, árið sem þeir fermdust. Það hefir líklega verið álitið, að þeir þyrftu að létta sér upp eftir námið. Þetta var vanalega fyrsta ferðin út úr sveitinni; bar þá ým- islegt nýtt við, þótt leiðin væri ekki löng. Ökunnugt fólk, stór vötn, fögur fjallasýn. Allt þetta lokkaði luiga unglingsins lengra út í heiminn, eða þá að sterkari þrá vaknaði til æskustöðvanna og að komast sem fyrst heim til for- eldra og systkina — heim þang- að, er unglingarnir áttu allt, sem þeir unnu og lifðu fyrir. Ég var einn af þeirn, er var lofað í kaupstað vorið, sem ég fermdist (1905), og fór ég einn af mínu heimilL Hrossih voru svo fá, að fleiri gátu ekki farið. Mér var komið í fylgd með ná- grönnum, og þeir beðnir fyrir mig, en þó sérstaktega að láfa mig ekki ríða nleð vettlinga yfir vötnin. Síðan hefi ég gert mér að reglu að stinga vettlingumim í vasann, þegar ég ríð viðsjál vötn. Heldur þótti mér lítilfjör- legt, að aðrir skyldu vera beðnir fyrir mig, en þó vildi ég ekki hreyfa neinum andmælum, því að vera mátti, að þau hömluðu. ferð minni. Ég fór með þrjú hross’ í ferðina, tvö undir klyfjum, en því þriðja reið ég. Burðarhrossin voru hvorttveggja hryssur með folöld- umt en reiðskjótinn var f.ylfull hryssa, komin nálægt köstun. Hryssurnar tvær höfðu kastað rétt eftir sumarmálin, og nú í júní voru folöldin orðin talsvert stálp- uð. Lítill þótti mér sómi að farar- skjótunum. Ég hafði beyg af fol- öljdunum, hafði heyrt, að þeim hætti við að fara í taumana í vötnunum, sem yrði stundum til þess, að setja baggana ofan. Lagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.04.1938)
https://timarit.is/issue/319423

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.04.1938)

Aðgerðir: