Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 46
124
D V O L
aðrir unglitigar? Ætli kaupmann-
inum hafi mislíkað við mig? Var
cg of heimtufrekur, eða var ég
fátækari en sumir unglingar aðr-
ir? Faðir minn var fátækur, en
góður skilamaður. Hvorugurokk-
ar gat verið hættulegur verzlun-
inni — til þess vantaði okkur öll
efni til umsvifa. ,,Má ekki búa
mér reikning strax?“ sagði ég.
„l’ér verðið að leggja eitthvað
inn til þess“, svaraði kaupmaður.
,,Ég legg þá inn krónurnar mín-
ar“. Kaupmaður kvaðst hafahugs-
að sér þá reglu, að búa engum
til reikning, nema bændum, efþeir
gætu ekki lagt inn upp á 5—10
krónur, þegar viðskiptin byrjuðu.
Ég sagðist ekki hafa svo mikið
innlegg við hendina. ,,Þá fáið þér
bara út á þessar tvær krónur“,
sagði kaupmaður stuttuf í spuna.
„Get ég þá með engu móti feng-
ið klukkutia? Við eigum enga
klukku heima.“ Nei, ég gat það
ekki, jafnvel þó að ég lofaði ann-
ari ánni minni til viðbótar. Ég
varð bæði hryggur og reiður.
Það hafa víst komið tár fram í
auguit á mér, þegar ég spurði,
hvort pabbi gæti ekki fengið
klukkuna í sinn reikning. Nei,
það gat heldur ekki gengið.
Kaupmaður sagðist ekki vita,
hvort honum væri nokkur þökk
í, að farið væri að skulda hann
fyrir klukl'.unni í viðbót við það,
sem fyrir væri. Ég sagðist ekk-
ert kaupa fyrir krónurnar mínar,
en geyma þær til haustsins, því
að þá yrði ég búinn að leggja inn
ullina og lambið, og myndi þá
kaupa klukkuna. Kaupmaður
horfði með undrunarsvip á mig.
„Þér hugsið mikið um þessa
klukku“, sagði hann, „þér ættuð
heldur að kaupa yður brauð og
sykur fyrir krónurnar yðar“.
Mér varð þungt í huga, en
hrökk við vlð það, að mér var
stjakað frá búðarborðinu afmanni,
er ég kannaðist við, og var einn af
stórbændunum úr nágrannasveit-
inni. Sonur hans, sem var á líku
reki og ég, var með honum. Þeir
voru að verzla. Drengurinn hrúg-
aði að sér sætindum og ýmiskon-
ar glingri. Allt í einu opnaðist
mér ný útsýn yfir kjör fátækl-
ingsins, sem ekki getur veitt sér
brýnustu nauðsynjar, og efnaða
mannsins, er veitir syni sínum
flestan óþarfa, er liann gimist.
Mig langaði til að kaupa eitthvað,
sem glatt gæti foreldra mína.þeg-
ar ég kæmi heim — eitthvað, sem
setti dálítinn svip á baðstofuna
heima. Klukkan á laglegri hillu
’fannst mér að myndi gera það.
Mér varð aftur litið til feðg-
anna, og sá þá, að þeir voru m.
a. að láta niður klukkuna, sem
ég ætlaði að kaupa. Ég spurði
drenginn, hvort hann ætti hana.
,,Já“, pabbi hans hafði gefið hon-
um hana, til þess að hafa hana
í herberginu hjá sér. Honum
leiddist að vera klukkulaus, þeg-
ar hann væri cinn. „Eigið þið ef
til vill enga klukku?“ varð mér á