Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 60
138
DVOL
Dag einn var komin væta og
hlýviðri. Þokan mókti órofin og
mild alveg heim að bæjarvegg.
Það var stillilogn. Við hímdum
niður við hvannagarðinn og að-
gættum, hvort þar gæfi hvergi að
líta græn blöð. En við sáum ekk-
ert. Nokkurar mýflugur voru á
svcimi yfir hvannastæði inni í miðj-
um garðinum. Þær hringsóluðu
þar fram og aftur. Kötturinn sat
og barði rófunni og einblíndi á
mýflugurnar og lyfti annari lopp-
unni við og við til þess að reyna
að fanga þær.
,,Hvað skyldu mýflugurnar sjá
þarna?“
,,Við skulum fara inn fyrir og
gá að því“.
Og hamingjan góða! Ein hvönn-
in var byrjuð að sprengja af sér
vctrarhýðið. Þarinn hafði lyfst upp
og við sáum að rótarstöngullinn
var hér og þar farinn að skjóta
blöðum. Þetta voru ekki svo litl-
ar nýjungar.
„Nú hafa hvannirnar enga bið-
lund lengur“, sagði pabbi. „Ef sól-
skin verður, leysum við kýrnan
út á morgun'h
En það varð ekki sólskin dag-
inn eftir og þannig fór í marga
daga. Alltaf var sarna hlýja dumb-
ungsveðrið.
Ekki ætti maður að vera óá.
nægður með svona veðurlag",
sagði pabbi. „Nú sprettur grasið.
Já, þetta veður er sanuarlega gott
öllu, sem lifandi er".
En morgun einn hafði þoku-
hjúpurinn svipzt af fjöllunum, en
sundurslitnar slæður beltuðu sig
við neðstu hjallana. Sólin ljómaði
á milli þokubólstranna. Þegar við
komum á fætur, var fyrir löngu
búið að senda boð á milli biæjanna
um það, að í dag skyldi hleypa
nautgripunum út. Við áttum að fá
að vera viðstödd.
Kýrnar fundu víst á sér, að
þeim ætti að fara að veitast frjáls-
ræðið. Þær stóðu á öskrinu og
vildu ekki éta. Bolinn, sem ekki
vildi bíða eftir hentugleikum fólks-
ins, reyndi að slíta sig lausan.
Löngti áður en fyrsti sólargeislinn
smaug inu í fjósið, hafði hann
byrjað að bölsótast og hamast í
básnum. Kýrnar góndu hver áaðra
stóruin, sljóum augum og vissu
ekkert hverju fram vatt fyrri en
sólarljósið barst inn í fjósið
gegnum gat á veggnum. Þá fyrst
uggðu þær að sér og löngunin
skein út úr þeim. Æ, enn var einn
dimmur vetur liðinn. Þeim virtist
rykið, setn sveimaði fram og aftur
í sólarljósinu, vera grænt gras, er
bærðist í vorgolunni, ferskt og
döggviun vætt. Slefan rann af
grönum þeirra og heyið fannst
þeim bragðvont. Þær vildu ekki
• una þessu lengur, þefuðu aðeins af
heyintt og köstuðu því til mcð
grönunum.
Við þorðum ekki að vera í fjós-
inu þenna'n morgun. Þegar leysa
átti kýrnar, klifruðunt við upp á
kumlið, en nei, þar vorum við ekki
heldur óhrædd. Bolinn gat velt