Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 60
138 DVOL Dag einn var komin væta og hlýviðri. Þokan mókti órofin og mild alveg heim að bæjarvegg. Það var stillilogn. Við hímdum niður við hvannagarðinn og að- gættum, hvort þar gæfi hvergi að líta græn blöð. En við sáum ekk- ert. Nokkurar mýflugur voru á svcimi yfir hvannastæði inni í miðj- um garðinum. Þær hringsóluðu þar fram og aftur. Kötturinn sat og barði rófunni og einblíndi á mýflugurnar og lyfti annari lopp- unni við og við til þess að reyna að fanga þær. ,,Hvað skyldu mýflugurnar sjá þarna?“ ,,Við skulum fara inn fyrir og gá að því“. Og hamingjan góða! Ein hvönn- in var byrjuð að sprengja af sér vctrarhýðið. Þarinn hafði lyfst upp og við sáum að rótarstöngullinn var hér og þar farinn að skjóta blöðum. Þetta voru ekki svo litl- ar nýjungar. „Nú hafa hvannirnar enga bið- lund lengur“, sagði pabbi. „Ef sól- skin verður, leysum við kýrnan út á morgun'h En það varð ekki sólskin dag- inn eftir og þannig fór í marga daga. Alltaf var sarna hlýja dumb- ungsveðrið. Ekki ætti maður að vera óá. nægður með svona veðurlag", sagði pabbi. „Nú sprettur grasið. Já, þetta veður er sanuarlega gott öllu, sem lifandi er". En morgun einn hafði þoku- hjúpurinn svipzt af fjöllunum, en sundurslitnar slæður beltuðu sig við neðstu hjallana. Sólin ljómaði á milli þokubólstranna. Þegar við komum á fætur, var fyrir löngu búið að senda boð á milli biæjanna um það, að í dag skyldi hleypa nautgripunum út. Við áttum að fá að vera viðstödd. Kýrnar fundu víst á sér, að þeim ætti að fara að veitast frjáls- ræðið. Þær stóðu á öskrinu og vildu ekki éta. Bolinn, sem ekki vildi bíða eftir hentugleikum fólks- ins, reyndi að slíta sig lausan. Löngti áður en fyrsti sólargeislinn smaug inu í fjósið, hafði hann byrjað að bölsótast og hamast í básnum. Kýrnar góndu hver áaðra stóruin, sljóum augum og vissu ekkert hverju fram vatt fyrri en sólarljósið barst inn í fjósið gegnum gat á veggnum. Þá fyrst uggðu þær að sér og löngunin skein út úr þeim. Æ, enn var einn dimmur vetur liðinn. Þeim virtist rykið, setn sveimaði fram og aftur í sólarljósinu, vera grænt gras, er bærðist í vorgolunni, ferskt og döggviun vætt. Slefan rann af grönum þeirra og heyið fannst þeim bragðvont. Þær vildu ekki • una þessu lengur, þefuðu aðeins af heyintt og köstuðu því til mcð grönunum. Við þorðum ekki að vera í fjós- inu þenna'n morgun. Þegar leysa átti kýrnar, klifruðunt við upp á kumlið, en nei, þar vorum við ekki heldur óhrædd. Bolinn gat velt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.