Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 57
D V 0 L
135
„Já, en lofaðu mér samt að sjá
hana“.
„Nei, þú snertir á henni“.
„Nei, ég ætla bara að fá að
sjá hana“.
Svo tók hún svuntuna frá og
við lögðumst bæði á magann og
veifuðum fótunum og störðum á
undrið.
„Hvernig fannstu hana“, segi
ég og reyni að dylja fyrir henni,
hve öfundsjúkur ég er.
„Ég bara gekk hérna um og
svo, — svo fann ég hana“.
Báðum var mikið niðri fyrir.
Hún glöð; ég fullur öfundar.
Svo sleit hún þúsund-dyggða-
jurtina upp.
„Ég nenni ekki að leika mér
meira við þig“.
Hún lagði af stað niður brekk-
una, og kastaði höfðinu til þótta-
lega.
„Pað er dálítið til þess að vera
montin af, þótt maður finni þús-
und-dyggða-jurt“, hrópa ég á eft-
ir henni. „Ekki hefði ég getað
fengið mig til þess að slíta hana
upp, ef að ég hefði fundið hana“.
En haldið þið að hún svo mik-
ið sem virti mig viðlits.
L’ania sat ég eftir ráðalaus og
ringlaður. Mín eina huggun var
að leita; kannske fyndi ég eina
sjálfur? En eftir litla hríð var þol-
inmæði mín þrotin, og ég varð að
snúa allslaus heim á leið.
Ég hitti systur mína í eldhús-
inu, er ég kom heim. Þar sat hún
og vai að háma í sig stóra pönnu-
köku. Blóminu hélt hún á í ann-
ari hendinni. Og á hverju hald-
ið þið aö hún hafi setið? Stól úr
stofunni minni lét hiin sér ekki
nægja. Mamma sagði, að hún væri
dugleg stúlka. Og þarna stóð ég,
ræfillinn, úti í skoti, og enginn
veidi mér athygli.
Pönnuköku fékk ég hjá
inömmu, cn það leit jafnilla út
meö þúsund-dyggða-jurtina. Ég
átti einn lítinn bát. Pað var þung-
bæri að láta hann frá sér fara og
ég v'ssi ekki einu sinni, hvort hún
vildi taka hann í skiptum.
Þá kom pabbi inn með eitthvað
í hendinni og settist á bekkinn.
Hún undir eins þangað!
„Pabbi, sjáðu hvað ég hefi fund-
ið — þúsund-dyggða-jurt“.
„Jæja. Þú ert orðin æðidugleg.
Pað hefir borgað sig að fara upp
í Efribrekku“..
Svo tók hann eftir mér.
„Stendur þú þarna, væni minn.
Kemurðu ekki og færð þér auka-
biia?“
Þetta var meira en ég þoldi.
Nú braust gráturinn fram. — Hvers
vegna ég gréti? Ég hafði enga
þúsund-dyggða-jurt fundið ogfékk
ekki einu sinni að halda á hennar.
„Láttu það ekki á þig fá. Pú
finnur aðra á tnorgun“. En ég lét
ekki huggast fyrir það.
„Heyrðu, kotndu ltingað til
mín“, sagði pabbi, „og sjáðuhvað
ég er að búa til“.