Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 66
144
DVÖL
hætt, er kom fram yfir 1870. Há-
karlalegur munu þó hafa verið
stundaðar frá stöku heimili eitt-
hvað lengur.
Öll voru skip þessi með sama
lagi, vestfirzku bátalagi. Traustir
og burðamiklir bátar, en margir
þeirra þóttu erfiðir undir árum í
barningi. Leir voru einkum meir
„lotaðir“ framan og aftan, en bát-
:ar í öðrum landshlutum. Leir voru
með „loggorb'-seglum svonefnd-
um, en flestir höfðu þó rásegl eða
„sprit“segl, er svo var nefnt, á
aftari siglu. Fokka var ja'fnan not-
uð í beitivindi og bugspjótið látið
leika í járnlykkju við hnífiiinn.
Helztu bátasmiðirnir voru fyrst:
Elías Eldjárnsson í Hnífsdal, þá
Kristján Kristjánsson á ísafirði
(síðar á Bíldudal), en síðar þeir
Guðmundur Guðnnmdsson á ísa-
firði (d. 1923) og Valdimar Har-
aldsson (d. 1914). Hann smíðaði
flesta stærri bátana á árunum fyrir
og eftir aldamótin. Talið var að
vönduðustu sexæringar kostuðu á
þessum árum með rá og reiða
500—600 krónur.
Hverju skipi fylgdu 40 - 50 lóðir
(80 —90 öngla). Beitt var jafnan í
legu 20 —25 lóðir að vetri, en allt
að 30 lóðir á vorin. Letta breytt-
ist er kom fram undir aldamótin,
og var þá lóðafjöldinn talsvert
meiri. — Uppihöld lóðanna, er fs-
firðingar og flestir Vestfirðingar
kölluðu dufl, voru þá ávallt úr tré,
mcð tunnulagi, en löng og mjó í
endana, girt sterkum járnböndum.
Steinar voru hafðir fyrir sökkur.
Urðu þeir að vera stórir á lóða-
miðum Bolvíkinga. Um 1890 komu
smá-akkcri, lóðakrökur, til sög-
unnar, en oft voru þó jafnframt
notaðir steinar á miðju kasti,eink-
um á innri miðum.
í niðristöður voru jafnan notað-
ar gamlar lóðir, oftast 1 punds
færi, og þá þrí- eða fjórþættar
Til þess að snúa niðristöður, voru
hafðir rokkar, svipaðir í lagi og
venjulegir spunarokkar, en miklif
stærri, líklega um iy2 metra á hæð.
Tveir rokkar voru settir, hvor
gegn öðrum, á slétta grund eða
svell, með 70 -80 faðrna millibili.
Á króka cfst á rokkunum voru
festar línurnar, oftast fjórar. Síðan
var rokkunum báðum snúið með
sveií, en rokkarnir drógust ofur-
lítið saman, eftir því, sem snúður-
inn á línunum harðnaði. Legar
undirsnúður var hæfilegur orðinn,
var farið með spítukubb, meðjafn-
mörgum skorum og línurnar á
rokkunum voru, eða þættir niðri-
stöðunnar, eftir línunum, og varð
þannig til niðristaðan, sem þrí-
eða fjórspunnið band á rokk. Spít-
an var nefnd „mús“. Rokkar þess-
ir munu ennþá vera til hér vestra,
og hafa í Súgandafirði veriðsnún-
ar niðristöður þannig til þessa.
Á vetrum var í Bolungavík
beitt söltuðum smokkfisk (kol-
krabba), ef hann hafði veiðzt að
haustinu, en.jafnan mest áður fyr,
smálúða og steinbít, og jafnvcl
smáýsa. Var þetta nefnt cinu nafni