Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 66
144 DVÖL hætt, er kom fram yfir 1870. Há- karlalegur munu þó hafa verið stundaðar frá stöku heimili eitt- hvað lengur. Öll voru skip þessi með sama lagi, vestfirzku bátalagi. Traustir og burðamiklir bátar, en margir þeirra þóttu erfiðir undir árum í barningi. Leir voru einkum meir „lotaðir“ framan og aftan, en bát- :ar í öðrum landshlutum. Leir voru með „loggorb'-seglum svonefnd- um, en flestir höfðu þó rásegl eða „sprit“segl, er svo var nefnt, á aftari siglu. Fokka var ja'fnan not- uð í beitivindi og bugspjótið látið leika í járnlykkju við hnífiiinn. Helztu bátasmiðirnir voru fyrst: Elías Eldjárnsson í Hnífsdal, þá Kristján Kristjánsson á ísafirði (síðar á Bíldudal), en síðar þeir Guðmundur Guðnnmdsson á ísa- firði (d. 1923) og Valdimar Har- aldsson (d. 1914). Hann smíðaði flesta stærri bátana á árunum fyrir og eftir aldamótin. Talið var að vönduðustu sexæringar kostuðu á þessum árum með rá og reiða 500—600 krónur. Hverju skipi fylgdu 40 - 50 lóðir (80 —90 öngla). Beitt var jafnan í legu 20 —25 lóðir að vetri, en allt að 30 lóðir á vorin. Letta breytt- ist er kom fram undir aldamótin, og var þá lóðafjöldinn talsvert meiri. — Uppihöld lóðanna, er fs- firðingar og flestir Vestfirðingar kölluðu dufl, voru þá ávallt úr tré, mcð tunnulagi, en löng og mjó í endana, girt sterkum járnböndum. Steinar voru hafðir fyrir sökkur. Urðu þeir að vera stórir á lóða- miðum Bolvíkinga. Um 1890 komu smá-akkcri, lóðakrökur, til sög- unnar, en oft voru þó jafnframt notaðir steinar á miðju kasti,eink- um á innri miðum. í niðristöður voru jafnan notað- ar gamlar lóðir, oftast 1 punds færi, og þá þrí- eða fjórþættar Til þess að snúa niðristöður, voru hafðir rokkar, svipaðir í lagi og venjulegir spunarokkar, en miklif stærri, líklega um iy2 metra á hæð. Tveir rokkar voru settir, hvor gegn öðrum, á slétta grund eða svell, með 70 -80 faðrna millibili. Á króka cfst á rokkunum voru festar línurnar, oftast fjórar. Síðan var rokkunum báðum snúið með sveií, en rokkarnir drógust ofur- lítið saman, eftir því, sem snúður- inn á línunum harðnaði. Legar undirsnúður var hæfilegur orðinn, var farið með spítukubb, meðjafn- mörgum skorum og línurnar á rokkunum voru, eða þættir niðri- stöðunnar, eftir línunum, og varð þannig til niðristaðan, sem þrí- eða fjórspunnið band á rokk. Spít- an var nefnd „mús“. Rokkar þess- ir munu ennþá vera til hér vestra, og hafa í Súgandafirði veriðsnún- ar niðristöður þannig til þessa. Á vetrum var í Bolungavík beitt söltuðum smokkfisk (kol- krabba), ef hann hafði veiðzt að haustinu, en.jafnan mest áður fyr, smálúða og steinbít, og jafnvcl smáýsa. Var þetta nefnt cinu nafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.04.1938)
https://timarit.is/issue/319423

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.04.1938)

Aðgerðir: