Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 7
D V 0 L
85
sætinu, að þarna var tengdafað-
ir hans, presturinn í Suður-Bölle
kominn, og gekk glaður í bragði
niður úr dyrunum til að taka á
móti honum.
Sá gamli liafði ekið til bæjar-
ins á laugardegi, slíkt hefði séra
Jcsper aldrei til hugar komið, en
velkominn skyldi liann sannarlega
vcra. Hann vildi ekki fara niður
úr vagninum, en loks þegar búið
var að fá hann inn í stofuna, sat
hann rólegur stundarkorn, með
lírítarpípuna í munninum og ölglas
fyrir framan sig og rabbaði nota-
lega við tengdasoninn.
Erindi hans var nú eiginlega
bara, að spyrja embættisbróður
senn, hvort hann gæti gefið nokkr-
ar upplýsingar viðvíkjandi þess-
um ósvífna innbrotsþjófi, sem bú-
inn var að gera vart við sig í hér-
aðinu mánuðum saman og stal úr
matarbúrunum á bæjunum. Ein-
hvern enda varð þessi óhæfa að
taka, o g Suður-Bölle-prcstinum
fannst liann vera skyldugur að
taka málið í sínar hendur, ekki
sízt fyrir það, að nýlega hafði þjóf-
urinn verið svo djarfur, að hcim-
sækja að nóttu til matarbúrið á
sjálfu prestssetrinu og næstum því
tæma það. Bessvegna átti nú að
safna sönnunargögnum, og síðan
að klófcsta dónann, hver svo sem
hann væri. í þeim tilgangi ók
presturinn nú manna á milli og
tók skýrslu af þeim, scm óbóta-
maðurinn hafði komið við hjá.
Séra Jesper hafði að vísu oft
heyrt talað um þetta hneyksli, en
ekki gat liann fyrir sitt leyti gef-
ið neinar upplýsingar, sem stutt
gætu að því, að málið yrðijjósara,
og síðan fóru þeir að tala um ým-
islegt annað, sem prestum er hug-
stæðara, þegar þeir finnast ogsem
þeir geta eytt miklum tíma í að
spjalla um, svo sem guðsríki, korn-
verð, offur og tíundir.
En tengdafaðirinn átti annríkt
og vildi fara af stað. Birgitta kom
inn og færði honum aftur í öl-
könnuna. Hún var flóttaleg í fram-
komu, það var eins og hún hnipr-
aði sig saman fyrir augnaráði
hans og skauzt út úr stofunni jafn-
skjótt og hún gat. En varla hafði
hún lokað dyrunum, þegar sá
gamli fór að depla augunum í
ákafa, sneri sér að tengdasynin-
um og óskaði honum til hamingju,
því að það væri auðséð, að Bir-
gitta væri á leiðinni til að blcssa
heimili hans.
En sá gamli þagnaði, dálítið
hissa á þvíj hvernig tengdasonur-
urinn tók hamingjuóskinni. Séra
Jesper glcnnti fyrst upp augun
Og það var eins og þau ætluðu út
úr augnatóftunum af skclfingu,
síðan varð liann blóðrauður í
framan, riðaði á stólnum og virtist
ætla að hníga niður. — Sá gamli
þekkti tengdason sinn að því, að
vera að sumu lcyti mjög einurö-
arlausan, eins og ekki eróvanalegt
hjá sterkum mönnum, og hélt að
það væri ástæðan til þess, hvern-
ig honum varð við. Hann brosti