Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 9
D V Ö L
87
var rétt, Birgitta var vanfær. —
En hann átti ckki barnið.
Frá því, að hún kom í hans
hendur, hafði hann haft samúð
mcð æsku hennar og ekki viljað
leggja henni á herðar allt í einu
alla reynslu lífsins, meðan vhún
væri svoná barnung. Detta hafði
hann gert sér ljóst. En það var
annað, sem hann hafði varla gert
sér grein fyrir, sem særði hann
nú innst inn að hjartarótum. Haun
hafði gefið henni þennan frest
einnig vegna þess, að hann von-
aði, að hún mundi af sjálfu sér
snúa hug sínum til hans. Meðan
hún gat ekki einu sinni horft á
liann, meðan hún ennþá skalf af
hræðslu, eins og fangaður fugl í
lófa hans, gat Ulbjerg-prestur-
inn ckki litið á hana sem eigin-
konu, hvað scm lögmálið og spá-
mennirnir sögðu. Detta var nú
hans sérviyka, eitt af því sem ein-
kenndi hann, og þó að honum væri
þetta naumast ljóst, lifði hann
samt eftir því.
Og hann liafði verið svo ánægð-
ur með það, að hann, sem ekki
var annað en breyskur maður,
skyldi hafa þrek til að vera mild-
ari en tilveran. Hann hafði glaðzt
yfir því og verið þakklátur fyrir
það. — En svo hafði hann líka
vcrið eins viss um sáluhjálp sína,
að þau laun hlyti hann að fá, að
hún kæmi til hans, kæmi af eigin
hvötum, aðeins ef hann gæfi henni
frest. Og nú . . . hvern'ig . . . hver
. . . dauði og helvítis þjáningar
. . . hvernig gat staðið á þessu
öllu saman?
Dómsdagsrödd prestsins þrum-
aði út úr lestrarherbcrginu, eins
og ljónsöskur:
— Birgitta!
Hún læddist gegnum stofurnar
þangað inn, fyrst hann kallaði á
hana, og þegar hún hafði smogið
inn úr dyrunum og sá hann —
ekki í kjól og með hárkollu, því
að nú þoldi hann ekki lengur við
fyrir hitanum, heldur á skyrtunni
einni saman, þrekinn um herðar
og með snoðklipptan karlshaus-
inn gnæfandi uppi undir loftsbit-
unum, þá sá hún dóm sinn í
augum hans, vissi hvað hún átti
í vændum og hneig út af, niður
á gólfið. Og hann kom, knisk,
knisk. knisk. . . — Án þess að
gefa nokkurt hljóð frá sér sneri
hún sér á bakið, lá grafkyrr og
horfði á hann. . . Mætti augna-
ráði hans í fvrsta vsinni á sama
hátt og veiðidýrin horfa, þegar
þau búast við banahögginu. Myrkt
og fjarrænt augnaráð, en óttalaust.
Hann stóð uppi yfir henni um
stund. Ef hún hefði lirært sig eða
stunið, þá hefði hann rifið hana
sundur. Én hún lá alveg kyrr og
bjóst við dauða sínum. Hann gekk
frá henni og andvarpaði, qpnaði
glugga, sem sneri út að trjágarð-
inum. — O-o, stundi hann hátt.
Angandi hunangsilmur streymdi
að vitum hans. Það var að sjá
eins og alblómstruð eplatrén svifu
í sindrandi eldmóðu miðdegissól-