Dvöl - 01.04.1938, Blaðsíða 53
D V ö L
131
Jacques er niður kominn, eftir að
hann hefir verið „týndur sonur"
í þrjú ár. Jacques er þá orðinn
blaðamaður og rithöfundur í Lau-
sanne í Sviss. — VI. hluti, „Dauði
föðurins" (La mort du Pére), er
um dauða Oscars Thibault.
Svo kemur sjöundi og síðasti
hlutinn, „Sumarið 1Q14" (L'Été
1914), þrjúbindi, um þúsund blað-
síður. Pessi lokaþáttur sögunnar
Les Thibault er talinn meistara-
verk Roger Martin du Qard. Hér
er ekki hægt að rekja gang þessa
hluta ,en um gildi hans má nokk-
uð ráða af eftirfarandi ummælum
merks, sænsks bókrýnanda: 1
„Sænska akademíið hefir í
fyrsta sinn 1937 úthlutað bók-
mennta verðlaunum Nobels
manni, sem litlu minni ástæða er
til að telja verðugan friðarverð-
launanna. Peir, sem áður hafa
hlotið Nobelsverðlaunin, hafa
sjaldan sýnt næmari skilning á
hugsun Nobels, og innihald há-
tíðaræðanna, sem þeir hafa flutt
við móttöku verðlaunanna, liefir
að jafnaði ekki verið sérstaklega
athyglisvert frá sjónarmiði friðar
°g gagnkvæms skilnings". —
Rúmið leyfir ekki að meira
sé sagt að sinni um Roger Mar-
fin du Qard og verk lians, hvorki
þau, sem hér hefir lítillega verið
getið, né hin, sem ekki hafa verið
nefnd.
L. Har.
Athyglisverð hugmynd.
(Úr brcfi).
— — — Önnur vísan mín,
sem Dvöl birti síðast, átti að vera
svona:
Á anda Páls ef ætti ég völ
og hans snillitökum,
skyldi ég glaður gefa Dvöl
góða fylli af stökum.
Hér er önnur:
Ekki er votra veðra s!ot
— vætur blota í hreysi,
hafa otað öllu á flot
út i notaleysi.
Nú sé ég í blöðum, að eigi að
auglýsa Leif á Jórvíkursýning-
ttnni — ásamt Vínlandsfundinum.
Pað þyrfti að sýna þar kvikmynd
úr Haukadal, fæðingarsveit Leifs.
Ég er viss um, að vænlega myndi
horfa um árangur, að auglýsa þá
saman vestra, Leif og Geysi —
svo að eftirtekt heims á landi voru
sprytti upp úr fttrðit fjöldans yfir
að sjá afreksmanninn upprunninn
á slíkum stað. Ekki má heimilda
villast á Leifi, ef Qeysi sér í bak-
sýn — hitastöðvarnar miklu —
skólasetrið forna — fóstra íslend-
ingabókar og Landnámu — þaðan
er renna lindir varmar til anda
Snorra og snillt hans“. — — —
Slgurjón í Snæhvamml.