Dvöl - 01.04.1940, Síða 6

Dvöl - 01.04.1940, Síða 6
84 DVÖL áttina að minnísvaröa Watts. Peter fór í humátt á eftir þeim. Sterk ilmvatnsangan fylgdi í kjölfar þeirra. Hann andaði að sér með áfergju og hjarta hans tók að berjast ákaft. Honum fannst þær svo dásamlegar, næstum yfirnátt- úrlegar verur. Þær voru ímynd alls þess, sem var heillandi — þess, sem aldrei verður höndlað. Hann hafði mætt þeim niður hjá tjörn- inni, orðið snortinn af þessari leifrandi, íburðarmiklu fegurð og snúið við í humátt á eftir þeim. Hvers vegna? Hann vissi það naum- ast sjálfur. Aðeins til þess að geta verið nálægt þeim. Ef til vill í þeirri ómótstæðilegu von, að eitt- hvað kynni að ske, eitthvert krafta- verk, sem varpaði honum í leið þeirra. Hann andaði að sér ilminum með áfergju í ein3kíonar örvæntingu, eins og líf hans lægi við; hann horfði á þær, rannsakaði þær ná- kvæmlega. Báðar voru þær háar vexti. Önnur var í grárri klæðis- kápu með dökkgráu skinni. Hin var í loðkápu. Tíu eða tuttugu rauð- gylltir refir höfðu verið drepnir, svo að henni gæti verið hlýtt í köldum skuggum þessa vorblíða síð- degis. Önnur var í gráum sokkum og gráum geitaskinnskóm, hin í gulleitum sokkum og skóm úr slönguskinni. Hattarnir voru litlir og féllu þétt að höfðinu. Lítill, svartur, franskur bolhundur var í fylgd með þeim, og hljóp ýmist á undan þeim eða eftir. Hálsbandið var bryddaö með bröndóttu úlfa- skinni og reis eins og prestakragi í kringum svartan hálsinn. Peter gekk svo nærri þeim, að þegar þær voru komnar út úr hópnum, gat hann heyrt glefsur úr samtali þeirra. Önnur hafði bjarta háa rödd, hin var lágrödduð og dálítið rám. ,,Ó, hann er guðdómlegur,“ sagði sú ráma, „sannarlega guðdómleg- ur!“ „Já, Elizabet sagði mér það,“ sagði sú háraddaða. „Samkvæmið var líka bráð- skemmtilegt,“ hélt sú ráma áfram. Við hlóum að honum allt kvöldið. Það voru líka flestir orðnir góð- glaðir, þegar leið að lokum. Þegar tími var kominn til fara, sagðist ég ætla að leggja af stað gangandi, og treysta á, að ég fyndi bíl á leið- inni. Þá bauð hann mér að koma og leita að bíl í hjarta sínu. Hann sagði, að það væru svo margir þar, og þeir væru allir saman lausir?” Þær hlógu báðar. Barnahópur fór fram hjá rétt í þessu, svo að Peter gat ekki heyrt hvað þær sögðu næst, fyrir hávaðanum. Hann bölvaði börnunum í hjarta sínu. Bannsettir pottormarnir! — Þau voru aö svifta hann opinberun hans. Og hvílík opinberun! Hvílík opinberun sérkennilegs, framandi og skrautlegs lífs! Draumar Peters höfðu alltaf verið tengdir friði og sveitasælu, Jafnvel samlífið við lá- varðsdótturina hafði hann hugsað sér í friðsælu sveitaumhverfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.