Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 10

Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 10
88 D VÖL bragð,“ sagði sú ráma. „En ég er hrædd um, að þér hafið meitt yður.“ „Ó — þ-það er ekkert,“ sagði Peter. Hann vafði vasaklútnum um hendina og stakk henni í vasann. Á meðan hafði sú háraddaða fest endann á taumnum í hálsbandið á Pongo. „Nú megið þér sleppa hon- um,“ sagði hún. Peter gerði eins og honum var sagt. Hundurinn hljóp undir eins í áttina til óvinarins, sem hörfaði nauðugur. Þegar hann hafði hlaup- ið tauminn á enda, reis hann upp á afturfæturna og stóð þannig urr- andi eins og ljón á merkiskildi. „En eruð þér vissir um, að það sé ekki neitt?“ spurði sú ráma. Peter tók vasaklútinn utan af og sýndi þeim hendina. Honum fannst þetta allt ganga eins og hann hafði vonað. Þá sá hann sér til skelfingar, að hann var óhreinn undir nöglunum. Að hann skyldi ekki hafa munað eftir að þvo sér, áður en hann fór út. Hvað skyldu þær halda? Hann roðnaði og reyndi að toga að sér hendina. En sú ráma hélt henni fastri. „Bíðið við,“ sagði hún, og bætti svo við: „Þetta er ljótt bit.“ „Hræðilegt,“ sagði sú háraddaða, sem beygði sig yfir það. „Mér þykir svo fyrir því, að hundskömmin skyldi . ...“ „Þér ættuð að fara strax til læknis,“ greip sú ráma fram í, ,,og láta hann hreinsa sárið og binda um það.“ Hún leit af hendinni á honum og framan i hann. Peter leit á þær til skiptis, jafn heillaður af kringlóttu bláu augun- um og hinum dularfullu austrænu augum. Hann brosti framan í þær og hristi höfuðið viðutan. Hann vafði hæversklega vasaklútnum utan um hendina og faldi hana fyrir aftan bak. „Þ-það er ekkert,“ sagði hann. „Já, en þér megið til með að gera það,“ sagði sú ráma. „Já, þér megið til,“ hrópaði sú háraddaða. „E-ekkert,“ endurtók hann. Hann vildi ekki fara til læknis. Hann vildi vera kyrr hjá þessum guölegu verum. Sú háraddaða snéri sér að þeirri rámu. „Qu’est-ce qu’on donne á ce petit bonhomme?"1 2 3) sagði hún hvíslandi og óðamála. Sú ráma yppti öxlum og gretti sig. „II serait offensé peut-étre,“-) sagði hún. „Tu crois?'1) Sú ráma gaut augunum til Peters. Hún horfði rannsakandi á hann, frá ódýra flókahattinum niður að ódýrum skónum, frá freknóttu, fölu andlitinu að óhreinu höndunum, frá stálrömmuðum gleraugunum að leðurumgjörðinni um armbandsúr- ið. Peter sá, aö hún var að horfa á hann og brosti hikandi til henn- ar. En hvað hún var falleg! Hvað D Hvað eigum við að gefa manninum? 2) Hann myndi ef til vill móðgast. 3) Heldurðu það?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.