Dvöl - 01.04.1940, Síða 27
D VÖL
ekki þvert yfir veg hennar. Þá
mátti við ýmsu búast. Jaröskjálft-
ar, eldgos, hvirfilbyljir og flóð-
bylgjur mundu geisa yfir jörðina
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
— Þannig var spá hins margþráða
stærðfræðings.
Pjarri fór því, að allir íbúar jarð-
arinnar væru lostnir skelfingu
vegna þessarar stjörnu. Níu af
hverjum tíu stunduðu atvinnu sína
eins og ekkert hefði í skorizt. Blöð-
in minntu á gamla falsspádóma
um heimsendi. Stjarnan væri raun-
verulega ekkert annað en glóandi
lofttegundir — einskonar hala-
stjarna — og gæti alls ekki rekizt
á jörðina. í sögu himingeimsins
væru engin slík fordæmi kunn.
Heilbrigð skynsemi var vongóð og
þétt fyrir, jafnvel dálítið nöpur og
kaldhæðin í baráttunni við óttann.
Þá um kvöldið, kl. 7.15, mundi
stjarnan verða næst Júpíter. Þá
mundi heimurinn fá fullvissu um,
hvert stefndi.
Og þá hljóðnuðu hlátrarnir.
Stjarnan óx — hún óx með hræði-
legum stöðugleik klukkutíma eftir
klukkutíma, stærri, ferlegri og
bjartari, þangað til hún hafði
breytt nóttinni sjálfri í dag. Næsta
kvöld reis hún í tunglsstærð yfir
Ameríku, og hún var blindandi
hvítbjört og heit. Hlýr andvari
breyttist skjótt í storm með vax-
andi krafti, og yfir Vírginíum,
Brazilíu og St. Lawrencedalnum
glampaði hin hvíta stjarna í ógn-
andi rofi rekandi þrumuskýja og
105
bláhvítu leiftri eldinganna. — í
Manitoba urðu skyndilegar hlákur
með miklum vatnavöxtum. Jöklar
og fannbreiður tóku að bráðna um
allan heim, og lækir og ár brutust
fram af beljandi krafti með upprif-
in tré, húsflök og drukknaða menn
og skepnur í ólgandi hringiðum.
Og árnar og fljótin uxu. Þau belj-
uðu yfir bakka, þau dýpkuðu og
dýpkuðu og brunuðu fram á eftir
flýjandi og dauðadæmdum íbúum
borga og þorpa á sléttum og í döl-
um.
Á ströndum landanna við Suður-
Atlantshafið urðu sjávarföll meiri
en dæmi voru til, og stormarnir
þeystu flóðbylgjum inn yfir löndin
og drekktu heilum borgum. Svo
sterkur varð hitinn á þeirri nóttu,
að þegar sólin reis að morgni var
hún líkust fölum skugga. Þá hóf-
ust jarðskjálftarnir. Um endilanga
Ameríku, frá Alaska til Eldlands-
eyja tóku skriður að hrynja úr
fjöllum, jörðin rifnaði á stórum
svæðum og lagðist í fellingar og
hús og mannvirki féllu til grunna.
Og þannig hvarf stjarnan vestur
yfir Kyrrahafið, ásamt fölnandi
tunglinu, en slóði hennar voru
geisandi þrumuveður, eldingar,
jarðskjálftar og flóðbylgjur, sem
beljuðu hvítfyssandi vestur yfir hið
breiða haf, yfir eyjar og sund, og
með feril dauðans að baki sér. Að
síðustu — í blindandi birtu og
stormi, sem var heitur eins og af
báli stæði — brunaði fimmtíu feta
há flóðbylgja upp að ströndum