Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 32
110
DVÖL
„Eigi er þat,“ segir Skarphéðinn,
„því at þeir mega aldrei sækja oss
að landslögum.“ „Þá mun þat fram
koma,“ segir Njáll, „er öllum mun
verst gegna.“ Með þessu gefur hann
ótvírætt í skyn, að Flosi og menn
hans muni einskis svífast, muni
engin meðul láta ónotuð til þess að
geta náð fram hefndum. Þegar vér
lesum um fund Flosa og manna
hans í Almannagjá, verður sama
uppi á teningnum. Eftir að þeir
höfðu bundizt eiðum um hefndina,
mælti Flosi á þessa leið: „Mun ek
nú ok segja yður alla mína fyrir-
ætlan, at þá er vér komum þar
saman, skulum vér ríða til Berg-
þórshvols með öllu liðinu ok sækja
Njálssonu með eldi ok járni, og
ganga eigi fyrr frá en þeir eru allir
dauðir.“ — Hér styður bersýnilega
hvað annað. En eins og kunnugt er,
skarst Ingjaldur frá Keldum úr
þessum leik. Meira að segja fóru
síðar þær orðsendingar milli hans
og Njáls. Af öllu þessu verður því
naumast annað ráðið, en að ó-
hugsandi sé að Njáll hafi ekkert
hugboð haft um það, sem áformað
og í vændum var gagnvart honum
og sonum hans.
Næst vil ég svo leiða athyglina
að því, er brennan er hafin. „Þeir
tóku nú eld og gerðu bál mikit
fyrir durunum.“ Flosi og menn hans
ganga rösklega að því að kveikja
eldinn, og ætlast auðsýnilega til,
að hann muni fljótt skera úr. En
raunin verður allt önnur. Þeim
tekst ekki til lengdar að halda uppi
eldinum, hversu mjög sem þeir
leggja sig fram til þess. Konur
báru sýru, vatn og hland í eldinn
og slökktu niður fyrir þeim. Bær-
inn virðist hafa verið einkennilega
ríkur af meðulum eldi til varnar.
Það út af fyrir sig, að vatn hafi
verið geymt í stórum stíl innan
bæjar á þessum tíma árs, er mjög
ólíklegt, nema í ákveðnum til-
gangi hafi verið gert. Svo áberandi
og áhrifarík eru þessi varnarmeð-
ul, að brennumenn fá við ekkert
ráðið. Hið mikla bál er kæft 1
höndum þeirra, og þeir virðast ráð-
þrota um stund.. En loft var í
skálanum á þvertrjám, að því er
sagan hermir, Þangað datt Kol
Þorsteinssyni í hug að láta bera
eldinn og kveikja við arfasátu þá,
er stóð fyrir ofan bæinn. Þetta
ráð sker algjörlega úr um fram-
gang brennunnar. Varnarmeðulun-
um innan frá verður nú skiljanlega
ekki lengur beitt að gagni, jafnvel
þótt næg kynnu að vera fyrir
hendi. Þeir, sem inni eru, finna og
eigi fyrr en ofan logar allur skál-
inn. Arfasátan verður þannig
brennumönnum að fljótu og góðu
liði, og kemur það vel heim við
allan ýmigust sögunnar á henni.
Af þessu virðist mér mega ráða það,
að vörnin hafi verið hugsuð og
undirbúin fyrirfram og aðeins yf-
irbugast af hinu slynga ráði Kols
Þorsteinssonar.
Margir liggja Njáli á hálsi fyrir
það, að hafa ekki látið lið sitt, sem
var samtals nær 30 manns, mæta