Dvöl - 01.04.1940, Side 41
DVÖL
119
á undan mér eftir mjóa land-
göngutrénu.
„ÞaS var svei mér kominn tími
til þess aS þú kæmir, María!“
Ég heyri, að karlinn spýtir í ána.
Umhverfis hann er mökkur tó-
baksreyks. Hann tekur þegjandi i
hönd mína og við klifum niður
stigann, niður í káetuna. Móðir
Maríu situr við borðið og starir á
okkur tómu augnaráði. Beiglaður
olíulampinn ósar í sífellu. Á borð-
inu eru kartöflur og klútur breidd-
ur yfir þær til að halda þeim
heitum. Á þilinu hangir mynd af
hvítum engli með bústnar kinnar.
Hún er í svörtum ramma með
myrtuslaufaútskurði. Fyrir neðan
hana hangir reykjarpípa úr tré og
dinglar fram og aftur í sífellu.
María sezt niður, tekur kartöflu
og byrjar að afhýða hana. Augu
hennar eru hlý og brún. Gamla
konan lætur á borðið leirpott með
viðsmjöri. Hún stingur nöglinni á
einum fingrinum í kartöflu, af-
hýðir hana og dýfir henni í við-
smjörið. Gamli maðurinn afhýðir
ekki sínar kartöflur. Hann stingur
kartöflunni í munn sér í heilu lagi
og tyggur. Viðsmjörið situr í litlum
fitudropum á vörunum. Munnur
Maríu verður fyllri, brjóst hennar
þrýstast út í kjólinn eins og stór
epli.
Úti heyrist gjálfrið í vatninu.
Einhvers staðar tifar klukka. Loftið
í bátnum er þungt. Rúm Maríu er
eins og skápur inn í þilið. Faðir
hennar hefir málað rósir á það,
skærar, rauöar rósir. Ábreiðan er
bláköflótt, svipuð þeim, sem tiðkast
á sveitabæjum..... Tóm augu,
heitar kartöflur og fituperlur á
vörunum........... Fingur gömlu
hjónanna beggja eru bognir og
hnýttir. Fingur Maríu eru beinir og
sléttir. Hýðið af kartöflunum loðir
við þá og verpist. Biti úr kartöflu
flýtur ofan á viðsmjörinu í leir-
pottinum.
Gamli maðurinn treður í pípu
sína og réttir mér svo tóbakspung-
inn, sem búinn er til úr þurrkaðri
svínsblöðru. Svo reykjum við. Kon-
urnar fara að taka af borðinu, en
ég fer upp á þilfar með gamla
manninum. Við setjumst niður, dá-
lítið formlega. Ég finn goluna
strjúkast um mig aftur. Engið og
áin renna saman í eitt.
„Jæja, nú förum við á morgun“,
segir gamli maðurinn. „Ég þakka
þér fyrir mjólkina. Það er oft, að við
fáum ekki mjólk, eða þá að bænd-
urnir vilja fá of mikið fyrir hana.
Það er erfitt líf á bátnum ....“.
Orð hans renna út í myrkrið.
Röddin er eins og umhverfið í kring
um okkur. Mig langar til þess að
spyrja hann, hversvegna hann sigli
ekki alltaf hér upp eftir,en þá kem-
ur María og sezt hjá okkur. Neistar
hrökkva og svífa fram hjá okkur
um leið og þeir deyja. María rær
fram og aftur. Vegna þess gæti hún
sýnst óstyrk, en lokuð augun lýsa
friði og ró. Gamli maðurinn fer
ekki ....
„Jæja þá. Ég þakka þér kærlega