Dvöl - 01.04.1940, Síða 43

Dvöl - 01.04.1940, Síða 43
DVOL 121 Kirkjan með ytirfall§lijolið Eftir O. Henry Lakelands er sjaldan getið í aug- lýsingum um sumarskemmtistaði. Það er neðarlega í Cumberland- fjöllunum, við á, sem fellur í Clinchfljótið. Lakeland er rólegt þorp — tíu eða tólf hús — og stendur við einfalda og einmana- lega járnbrautarlínu. Það er erfitt að segja, hvort heldur það er járn- brautin, sem hefir villzt inn í furu- skóginum og álpazt inn í Lakeland, eða þá að Lakeland hefir villzt og loks leitað hælis þarna við járn- brautarlínuna, í von um að lestin kæmi og tæki það meö sér heim- leiðis. Það er heldur ekki gott að segja, hvers vegna þorpið var nefnt Lake- land, því að þar eru engin vötn. Og sannast að segja er landiö í kring ekki umtalsins vert.*) Eagle House stendur í röskrar mílu fjarlægð frá þorpinu. Það er myndarlegur skáli með herbergj- um fyrir gesti, sem vilja njóta fjallaloftsins án of mikilla út- gjalda. í Eagle House er allt í un- aðslegu reiðuleysi, eins og það væri manns eigin heimili, og húsgögn- in eru gömul og fornfáleg og laus við allan nýtízkubrag. En þú færð hreinlegt herbergi og góðan og mikinn mat. Furuskógur- *) Lakeland = vatnsland. inn og þú sjálfur verður að sjá þér fyrir öðru. Náttúran hefir séð staðnum fyrir dálítilli ölkeldu og sléttum bala, þar sem hægt er að leika ,,krokket“. Fiðluspil og gítar- leik, sem þú færð að heyra í dans- skálanum tvisvar í viku, ber að þakka Arty. Dvalargestir Eagle House eru þeir, sem leita skemmtunar og ánægju sem nauðsynja. Það er önnum kafið fólk, sem likja mætti við klukku, sem þarf að draga upp í hálfan mánuð, svo hún gangi í eitt ár. Þar má hitta stúdenta frá sléttubæjunum, stöku listamann, eða jarðfræðing niöursokkinn í at- hugun jarðlaganna í fjöllunum og hæðunum í kring. Nokkrar kyrr- látar fjölskyldur dvelja þar sum- arlangt, og oft dvelja þar einn eða tveir meðlimir hins margþreytta safnaðar, sem í Lakeland er al- mennt kallaður „skólakerlingar". Spölkorn frá Eagle House var hlutur, sem í venjulegum skrum- auglýsingum hefði verið kallaður „sérstaklega merkilegur". Það var mylla með yfirfallshjóli, sem þó var ekki lengur mylla. Með orðum Josiah Raukin var þetta „eina kirkjan í Bandaríkjunum, karl minn, með yfirfallshjóli; og eina myllna í heiminum með ræðustóli og pípuorgeli“. Gestirnir í Eagle
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.