Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 47
D VÖL
125
legu heimsókn til héraðsins og
varð „faðir Abram“ á ný.
Það haust dvöldu fáir gestir í
Eagle House. Meðal þeirra var Rose
Chester. Ungfrú Chester var frá
Atlanta og var þar brúðarmær.
Þetta var hennar fyrsta sumarleyfi.
Kona verzlunarstjórans hafði eitt
sinn dvalið sumarlangt í Lakeland.
Henni geðjaðist vel að Rose og
hafði hvatt hana til þess að fara
þangað í þriggja vikna sumarleyfi.
Hún lét henni einnig í té bréf til
frú Raukin, sem tók á móti Rose
með mikilli ánægju.
Ungfrú Chester var fremur veik-
byggð. Hún var um tvítugt, fíngerð
og föl af mikilli innivist. En eftir
vikudvöl í Lakeland hafði hún stór-
lega breytzt, svipurinn hýrgast og
lifsþróttur vaxið. Þetta var septem-
bermánuður og Cumberlandhæð-
irnar í sínu fegursta skrúði; haust-
rauðir skógar í fjallahlíðum, ilmur
í fölnandi lyngi, en svalar nætur
kenndu gestunum í Eagle House
að meta ábreiður sínar og yfir-
klæði að verðugleikum.
„Faðir Abram“ og ungfrú Chester
urðu góðir vinir. Gamli malarinn
hafði fræðst um sögu hennar, og
hann kenndi strax samúðar með
hinni veikbyggðu og einmana
stúlku, sem var að reyna að brjót-
ast áfram upp á eigin spýtur.
Ungfrú Chester var óvön fjall-
lendi. í mörg ár hafði hún átt
heima í hinni heitu láglendisborg,
Atlanta; og fjölbreytni og glæsi-
bragður náttúrunnar í Cumber-
landfjöllunum var henni óþrjót-
andi ánægja. Hún hafði ákveðið að
gleöjast yfir hverju augnabliki, sem
hún dveldi á þessum stað. Hún
hafði líka nákvæmlega reiknað út
kostnað ferðalagsins, og vissi upp
á eyri, hve mikið' yrði eftir af hinu
takmarkaða sparifé, er hún héldi
aftur heim.
Ungfrú Chester var heppin, að
fá að njóta vinsemdar og félags-
skapar gamla malarans. Hann
þekkti hverja laut og hæö í fjöll-
unum í kring. Með aðstoð hans
kynntist hún fljótlega kyrrlátum
rjóðrum furuskógarins, tign
nakinna fjallatindanna, hressileik
morgunloftsins og hinum draum-
kennda sorgarblæ kvöldsins. Og
hún varð hress í bragöi og lét-t í
lund. Á sinn fíngerða og kvenlega
hátt gat hún hlegið eins hjartan-
lega og „faðir Abram“, þegar hann
hló sínum kunna hlátri. Bæði voru
bjartsýn að eðlisfari, og kunnu þá
list, að horfa framan í heiminn
með rólyndi og glaðværð.
Dag nokkurn sagði einn af gest-
unum ungfrú Chester söguna um
hina týndu dóttur „föður Abrams".
Hún flýtti sér á brott til „föður
Abrams“, þar sem hann sat á sín-
um uppáhaldsstað við lækinn.
Hann varð dálítið hissa, þegar hún
stakk hendinni í lófa hans og
horfði framan í hann með tárin í
augunum.
„Ó, faðir Abram,“ sagði hún, „ég
er svo hrygg. Ég vissi ekki um hana
litlu dóttur þína fyrr en í dag. Þú