Dvöl - 01.04.1940, Síða 49

Dvöl - 01.04.1940, Síða 49
DVÖL 127 hugsa um liðna tíð. En þegar Abram Strong dvaldi á svipmildum septemberkvöldum á þeim slóðum, þar sem litla „Dums“ lék sér forð- um og hristi sína gulu lokka, þá fölnaði brosið hans alkunna og hvarf af vanga. Malarinn hélt í ró og næði upp brattan og krókóttan stíginn. Trén stóðu svo þétt meðfram göt- unni, að hann gekk í skugga þeirra með hattinn í hendinni. íkornarnir léku sér á gamla skíðgarðinum, sem var á hægri hönd. Akurhænurnar kölluðu á unga sína inni í þykkn- inu. Kvöldsólin sló roða sínum á gljúfragilið, sem opnaðist mót vestri. Miður september! — Um þetta leyti árs, svo ekki munaði nema örfáum dögum, hafði Aglia horfið. Nokkrir sólargeislar höfðu smog- ið á milli trjánna og skinu á gamla yfirfallshjólið, þar sem það enn stóð, hálfhulið af flækjujurtum skógarins. Litla húsið hinum megin við veginn var enn ekki fallið, en það mundi tæplega standast storma og bylji næsta vetrar. Það var umvafið vínviðarflækjum og villiblómum, og hurðin hékk á öðru hjari. „Faðir Abram“ ýtti á mylluhurö- ina og gekk hljóðlega inn. Og svo stanzaði hann, fullur undrunar. Hann heyrði ákafar grátstunur innan úr kirkjunni. Hann horfði í kring um sig og sá ungfrú Chester, sem sat þar á bekk og grúfði sig yfi'r opið bréf. „Faðir Abram“ gekk til hennar og tók þétt um hönd hennar. Hún leit upp, hvíslaði nafn hans og reyndi að segja eitthvað. „Ekki strax, ungfrú Rose“, sagði hann góðlátlega. „Bíddu svolítið enn. Hljóðlátur grátur er hinn mesti léttir, ef þú ert hnuggin.“ Það var engu líkara en að gamli malarinn, sem sjálfur hafði reynt svo miklar sorgir, væri hreinasti töframaður í þvi að létta þeim af öðrum. Ungfrú Chester hægði fyrir brjósti og hún tók litla klútinn sinn og þurrkaði eitt eða tvö tár, sem höfðu fallið á stóru hendina hans „föður Abrams“. Og svo leit hún upp og brosti gegnum tárin. Ungfrú Chester gat ætíð brosað áður en tárin höfðu haft tíma til að þorna, á sama hátt og „faðir Abram“ gat brosað þrátt fyrir sína sorg. Að þessu leyti voru þau ákaf- lega lík. Malarinn spurði einkis, en ung- frú Chester fór brátt að segja hon- um. Það var gamla sagan, sem unga fólkinu virðist ætíð svo stór og þýðingarmikil, og sem alltaf vekur bros minninganna á andliti gamla fólksins. Ástin átti meginþáttinn, eins og þú munt réttilega hafa getið til. í Atlanta var ungur mað- ur, svo yndislegur og góður, að hann átti sér engan líka. Hann hafði uppgötvað, að ungfrú Chester var einmitt þeim sömu dyggðum búin, og það fram yfir alla aðra í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.