Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 51

Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 51
DVÖL 129 vegi. Ef þessi ungi fyrirmyndar maður er yfirleitt nokkur maður, þá stendur honum nákvæmlega á sama um ættartöluna. Góða ungfrú Rose, þú getur verið viss um, að það ert þú sjálf, sem hann elskar. Segðu honum hispurslaust alla söguna, eins og þú hefir sagt mér hana, og ég skal ábyrgjast, að þú aðeins vex í augum hans“. „Nei, aldrei," sagði ungfrú Chester. Ég mun aldrei giftast hon- um eða nokkrum öðrum. Til þess hefi ég engan rétt“. Og þá sáu þau langan skugga, sem kom skríðandi neðan sóllýstan veginn. Og svo kom styttri skuggi við hliðina á þeim langa; tvær per- sónur komu fljótlega í ljós og nálg- uðust kirkjuna. Langi skugginn tilheyrði ungfrú Phæbe Summers organista, sem var að koma til að æfa sig. Tommy Teague, tólf ára strákur, átti sök á stutta skuggan- um. Það var dagur Tommy að troða orgelið fyrir ungfrú Phæbe, og hann spyrnti við í hverj u spori með berum tánum, af einskærum á- huga. Ungfrú Phæbe, í sínum liljum skreytta léreftskjól og með litla, hrokkna lokka, sem dingluðu yfir eyrunum, hneigði sig kurteislega fyrir „föður Abram“ og kinkaði glaðlega kolli til ungfrú Chester. Síðan klifraði hún með aðstoðar- manni sínum upp brattan stigann, sem lá að orgelloftinu. Faðir Abram og ungfrú Chester biðu um stund í vaxandi rökkrinu niðri í kirkjunni. Þau voru þögul, og það er ekki ólíklegt, aö hvort um sig hafi dvalið með hugann í for- tíðinni. Ungfrú Chester sat, studdi höku á hönd sér og horfði eitthvað langt í burtu. „Faðir Abram“ stóð við næsta bekk og horfði hugsandi út um dyrnar og á gamla húsið hinum megin við veginn. í huga hans íluttist umhverfið skyndilega mörg ár aftur í tímann. Því um leið og Tommy fór að troða orgelið studdi ungfrú Phæbe fingr- unum á lága bassanótu og hélt henni um stund til þess að reyna kraft tónsins. í huga „fööur Abrarns" hætti kirkjan að vera til. Djúpu, þungu hljóðöldurnar, sem hristu bjálka hússins voru ekki orgeltónar, heldur dynur af myllu- vélum. Gamla yfirfallshjólið var farið að snúast og hann var aftur mélugi malarinn í gömlu fjalla- myllunni. Og nú var komið kvöld og bráðum mundi litla Aglia koma tiplandi yfir veginn til þess að kalla á hann heim að borða. Faðir Abram starði út um dyrnar heim að gamla húsinu. Og þá gerðist annað furðuverk. Á svölunum fyrir ofan, þar sem hveitissekkirnir voru í löngum röð- um. Ef til vill hefir lítil mús verið búin að glettast við einn sekk- inn. En hvað sem því leið, þá urðu hinir sterku tónar þess valdandi, að straumur af hveiti féll niður milli rifu á svölunum og huldi „föður Abram“ með sínum ryk- smáu ögnum frá toppi til táar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.